Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 66

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 66
304 D VÖL staður hans var þrjú hundruð míl- ur frá sjó. „Þessi staður verður víst ekkert sérstakt, þegar ég er farinn. Hvern- ig funduð þið mig?“ Peeguk hafði vaknað og hlustað með athygli. Hann ræskti sig. „Forustutíkin mín fann þef af einhverju, þegar hlé varð á storm- inum. Svo skall stormurinn á aftur og slóð hundanna hvarf. En á himninum skein stjarna, og ég fylgdi henni.“ „Stjarna?“ sagði Macgregor al- varlega. „Já, það var ekkert annað, sem ég gat farið eftir.“ í tjaldinu varð þögn. Peeguk sagði ekkert meira, enda átti hann ekki að stjórna samræðum í þessu inni. Oomgah leit til hans og snart brjóst sitt. Hinum síðkomna leið vel. „En ef engin stjarna hefði sézt, hvað þá?“ Peeguk yppti öxlum. „Ég veit það ekki. Kraftar mínir voru á þrot- um.“ Maðurinn með rauða andlitið kinkaði kolli af skilningi. „Nú skul- uð þið eta í annað sinn, en aðeins lítið, því það er ekki gott að offylla tóman maga.“ „f annað sinn?“ „Já, í annað sinn síðan í gær- kvöldi.“ Peeguk varð undrandi, en sagði samt ekkert. En hann langaði mikið til að vita, hvað hundunum liði, og innan stundar spurði hann um þá. „Þeir eru saddir. Tjöldin standa á bakka stöðuvatns, og undir ísnum er fullt af silungi.“ Með morgninum reis Peeguk á fætur og var nú orðinn hraustur aftur. Storminum var létt og him- inninn var heiður og blár. Sólin skein og í skini hennar sýndist auðnin sem útbreiddur, hvítur loð- feldur, alsettur gimsteinum. í norð- ur frá tjaldstaðnum lá hálfhulinn harðspori. Það var slóðin eftir sleð- ann. Macgregor var hæglátur maður og fór sínar eigin götur. Hann tal- aði þó mikið við Peeguk þenna dag. Sagði hann að sig vantaði veiði- mann, og Gulhnífungar væru til lítils gagns í þessari víðáttu. Þetta var útkljáð með fáum orðum og Peeguk sagði Oomgah frá því, um leið og hann sló skutulskaftinu í fönnina, til þess að finna nægi- lega harðan skafl til kofabygg- ingar. „Það er mjög einfalt. Eg fæ riffil, miklu betri en þann, sem ég missti niður um ísinn, og við förum til strandar aftur, þegar gæsirnar koma á ný úr suðri.“ „Ef til vill er öllu óhætt, en í morgun var ótti í hjarta mínu.“ „Hvers konar ótti?“ „Maðurinn með rauða andlitið opnaði kassa inni í tjaldinu. Þar sá ég marga svarta smáhluti í eins konar hreiðri. Hann festi marga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.