Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 67

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 67
DVÖL 305 þessa smáhluti saman með grannri járntaug. Svo sá ég fjórar litlar flöskur, sem stóðu upp á endann. í þessum flöskum var ljós, en eng- inn eldur.“ „Þú spurðir ekkert um þetta?“ „Nei, ég þóttist þess viss, að þetta væri djöflakassi." „Ég verö að tala við manninn með rauða andlitið,“ sagði Peeguk alvarlega, „Það getur verið, að þetta sé skaðlaust. Ég hefi aðeins séð tvenns konar svona kassa, Ann. ar talar með manns rödd, en þess í milli heyrast í honum sams konar hljóð og þegar hundur krafsar í svell. Hinn sá ég þarna á eynni, sem ég hefi sagt þér frá. Segðu ekkert um þetta, fyrr en ég hefi fengið meira að vita.“ Oomgah þagði. Pyack mátti ekki fyrir nokkurn mun komast á vald illra afla. Hún var innilega þakklát manninum með rauða andlitið og augu hans voru góð, en henni fund- ust allir hvítir menn dularfullir. Þeir réðu yfir svo mörgum máttug- um öflum. Peeguk var fljótur að byggja kofann. Hann skar saman- barða fönnina í stóra strengi, sem voru svo sléttir, að ekki þurfti að þétta veggina. Oomgah skreið inn, þegar kofinn var tilbúinn, og kunni strax mun betur við sig. En Peeguk fór beint til Macgregors. „Konan min segir, að þú hafir djöflakassa í tjaldinu þínu. Er barninu hætta búin af honum?“ Macgregor skildi þetta til fulln- ustu. „Af honum er engum hætta búin. Það er andakassi en ekki djöflakassi.“ Peeguk vissi ofurlítið um anda og var strax ánægðari. Andi var það, sem yfirgaf mann þegar mað- ur dó, fór hiklaust gegnum kofa- vegginn og hélt áfram för sinni, unz hann fann þá anda fjölskyld- unnar, sem farnir voru á undan, færði þeim nýjustu fréttir af þeim, sem lifðu, og hélt svo áfram að lifa hjá þeim, þar sem gnægð var af alls konar fæðu og aldrei gerði storm, Macgregor hélt áfram; „í kvöld skuluð þið hlusta á hann. Ég get ekki alltaf heyrt í honum sjálfur, til dæmis sjaldan í stormi. En í kvöld mun heyrast vel í honum," og svo bætti hann við með mildri röddu og leit undarlega á Peeguk: „Og í kvöld segir hann það, sem aldrei er sagt, neinn annan dag ársins.“ „Hvernig kemur þessi rödd?“ „Hún kemur með öldum í loft- inu,“ sagði maðurinn með rauða andlitið, eins og hann væri að tala við sjálfan sig. „Hún berst úr óra- fjarlægð fyrir ofan skýin.“ Svo hló hann, en augu hans urðu um leið góðlegri en nokkru sinni áður. Peeguk sagði Oomgah undir eins frá þessu, og hún kom út, settist niður í sólskininu og horfði á Mac- gregor. Hann var búinn að reka niður tvær stengur og strengdi járntaug milli þeirra að ofan. Það- an lá aftur önnur löng járntaug
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.