Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 71

Dvöl - 01.10.1941, Blaðsíða 71
DVÖL 309 skemmtilegur. Það var hreinasta unun að tala við hann. Dag nokkurn, þegar Davíð var búinn að ná sér svo, að hann gat skreiðst um herbergið, ákvað læknirinn að láta til skarar skríða. „Heyrið þér mig, Muir. Eigum við ekki að koma okkur saman um það, að þér hættið að drekka? Ég skal hjálpa yður eins og ég get.“ Muir hló. Þegar hann svaraði, heyrði Finlason í fyrsta skipti beiskju í rödd hans: „Á það nú að vera „Finlason- aðferðin?“ Nokkrir dropar út í kaffið mitt, þegar ég sé ekki til. Bragðlaust! Lyktarlaust! Fullbata eftir tuttugu og fjórar klukku- stundir. Er þetta það, sem þér haf- ið hugsað yður? Ósköp eruð þér barnalegur.“ Finlason roðnaði upp í hársræt- ur. „Ég hefi hugsað mér að — — .“ „Hugsað! Við skulum sleppa því. Það stoðar ekkert að hugsa. Hald- ið þér, að ég hafi aldrei reynt það? Guð minn góður! Ég hefi haft hvern læknirinn á fætur öðrum — i Lundúnum — í París — í Berlín; já, ég veit ekki hvar. Ég hefi verið í hverju drykkj umannahælinu eft- annað, og þetta er vonlaust. Ég er drykkjumaður — og búið. Jafn- skjótt og ég er orðinn rólfær, fer ég niður í krána hans Marneys. Þar er ég tíður gestur — og þar segi ég hinum gestunum sögur — þegar ég er kenndur, fá þeir Ijót- ar sögur — þegar ég er fullur, þyl ég upp úr mér á grísku og latínu. Ef til vill þoli ég þetta í hálft ár ennþá, en svo er ég farinn — næst þegar ég fæ delerium tremens.“ Finlason hugsaði sig um stund- arkorn. Svo stóð hann á fætur og sagði: „Jæja þá, Davíð Muir. Það þarf þá ekki meira um þetta að tala.“ Það fór nákvæmlega eins og Muir hafði sagt. Þetta sama kvöld var fagnaðarhátíð í kránni, og þegar henni var lokað skjögraði Davíð Muir heim á legubekkinn sinn. Næsta morgun var fagurt veð- ur. Þegar Muir vaknaði, fór hann niður í krá Marneys til þess að hressa sig. Sólin skein í heiði. Himinninn var fagurblár og hress- andi vindblær barst utan af haf- inu. Þetta var einn þessara fögru vordaga, sem maður minnist lengi. Þegar hann kom að kránni, var kallað á hann. Það var kona gest- gjafans, feit og fönguleg. Hún á- varpaði hann með töluverðu yfir- læti í röddinni: „Hvað er þetta þó, Davíð? Ætl- ar þú að ganga fram hjá, án þess að heilsa mér? Og það þegar hún dóttir mín er nýkomin heim úr matreiðsluskólanum.“ „Fyrirgefðu mér, frú Marney“, sagði hann og tók ofan. Hann minntist þess nú, að Marney hafði eitthvað talað um, að hann hefði sent Rósu dóttur sína í mat-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.