Dvöl - 01.07.1946, Síða 62

Dvöl - 01.07.1946, Síða 62
204 D VOT, Maja Baldvins hefir íslenzkað bókina og virðist þýðingin víðast vel gerð, og sums staðar mjög vel. Þó bregöur fyrir flýtis- glöpum á einstaka stað, og málvillur fyr- irfinnast, þótt ekki séu ýkjamargar. Stundum virðist frásögnin varla svo ein- föld og lýsandi, sem höf. virðist annars eiginleg, og seilzt eftir fágætum orðum. Þetta er stór bók — á fimmta hundrað síður í stóru broti. Ég held að fáir geti lesið hana ósnortnir, hún hrífur og heill- ar og vekur aðdáun og traust á lífinu. A. K. Frjálst líf eftir Hans Martin. Bókaútgáfan Stefnir, Rvík 1946. Hans Martin er hollenzkur rithöfundur og hefur á seinni árum getið sér allmik- inn orðstír fyrir skemmtilegar skáldsögur. Þessi saga gerist að mestu leyti í Indlandi. Lýsir hún ungum, þrekmiklum Hollend- ingi, sem ræðst til Indlands og fleiri Austurlanda og rekur þar verzlunarstörf. Líf hans er fullt af ævintýrum, fjölbreytt og litauðugt, því að hið austurlenzka líf er fullt af andstæðum, hörmum og gleði, fegurð og andstyggð. Þessi saga hefur orðið allvinsæl skemmtisaga víða um lönd, og er eitt dæmið um það, hve skáldsögur, sem gerast í fjarlægum heimshlutum eiga mikilli hylli að fagna. Og fáar sögur, sem eru viðburðaríkari eða frásagnar- hraðari, hef ég lesið. En tæpast er þó hægt að segja, að höfundurinn taki lífið sem alvarlegt viðfangsefni. Samhengi sögunnar er of lauslegt, mannlegur vilji of allsráðandi. En þetta er samt bráð- skemmtileg saga og sannur hvíldarlestur, og þeir, sem hafa gaman að lesa sögur um tilþrifamikil ástarævintýri, fara ekki í geitarhús að leita ullar í þessari bók, því að nóg er um „hjásvæfur“ þar, og öllu frjálsmannlega lýst. Jón Helgason hefur þýtt bókina á lipurt og viðfelldið mál. Á beriiskustöðvum eftir Guðjón Jónsson.. Útgefandi ísafoldar- prentsmiðja h.f. 1946. Lítil bók og lætur ekki mikið yfir sér í stórbókaflóöi síðustu ára. Gamall bóndi, sem búið hefur á lítilli jörð vestur í Breiðafiröi milli 30 og 40 ár, og er raunar fæddur þar og uppalinn, segir frá lífinu á þeim slóðum fyrir 60—70 árum. Og hann gerir það vel. Frásögnin skrumlaus og réttorð að því er ætla má, en minningarnar yljaðar glóð æskunnar og hlýjum hug gamals manns til þessara fögru sveita og lífsins sem lifað var þar í ungdæmi hans. Ekki minnist ég t. d., að hafa annars staðar séð nákvæmar frá því skýrt, hvernig. gömlu búkonurnar fóru að því að skilja rjómann frá undanrennunni í trogunum sínum, svo og ýmsu öðru í sambandi við sauðamjaltir og fráfærur. Og ekki vissi ég hvað baugur var, í þeirri merkingu sem höf. notar það orð. — Svona er það, í hverri nýrri bók sem maöur opnar um lifnaðarhætti þjóðar- innar á liönum öldum, rekst maður alltaf á eitt og annað sem maður ekki vissi deili á áður; enda er það efni nær ótæm- andi og hefur hver landshluti — jafnvel hver sveit sína sögu að segja í þeim efn- um. Þarna er okkur líka sagt frá sam- göngum og háttum ferðamanna á þess- um slóðum á öldinni sem leið. Búferla- flutningum, kaupstaðaferðum o. s. frv. — Það var og er enn langt í kaupstað- inn úr Gufudalssveitinni. Kaupstaöar- ferðirnar gengu þó eins og í sögu, hvort heldur farið var noröur í Skeljavík og verzlað við „spekúlantinn" eða út í Flat- ey og verzlað við kaupmanninn. — Það var alltaf hlýr og bjartur júlídagur þegar landleiðin var valin, og töðuilminn lagði að vitum ferðamannsins frá hálfþurri töðunni á túnunum, en fram til dala og heiða fyllti safamikill gróður hásumars- ins hverja laut. — Og þega.r farið var

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.