Svindlarasvipan - 13.02.1933, Blaðsíða 1

Svindlarasvipan - 13.02.1933, Blaðsíða 1
smiDLmsviPti Höggormurinn i Eden — Ari i Þormóðsdal Verð 25 aurar. Reykjavik, 13. febrúar 1933. 3. tölublað. _ r Adam í Eden og Olafur í Þormóðsdal Eva hét ein ágæt kona, önnur Guðrún, kvennaval. í Eden hét hann Adam bóndinn, en Ólafur í Þormóðsdal, Margar eru manna raunir, marga glepur flárátt hjal. / I Paradís kom eiturormur, Ari kom í Þormóðsdal. Með snákinum og Ara eru ekki mikil greinaskil. Báðir flærð og falsi beittu við frúr, sem öðrum heyrðu til. Á epli fögru Eva glæptist við okkar fyrra syndafall. En við seinna syndafallið féll saklaus Gunna á fimmtí-kall. I. Eftir 22 dag-a sálarstrit hefir Ara Þórðar- syni lánast að koma út 2. tölublaði af þeim dýrasta og auðvirðilegasta blaðsnepli, sem prentaður hefir verið á þessu landi. Það hefði nú ekki þótt til mikils mælst þó Ari yrði ekki auvirðilegri blaðaútgefandi en Oddur Sigur- geirsson var á sínum tíma, en reynslan er nú búin að skera úr því, að Ara er um megn að feta í fótspor Odds, en þó blað Ara sé nú lítið og ómerkilegt, hafa þó komið skýrt fram í þessum tveimur blaðsneplum tveir höfuðeigin- leikar hans, — rógburðareiginleikinn og þjófn- aðareiginleikinn. — Fyrst og fremst er nú blaðið ekkert annað en rógburður og lygi, og þess utan er stolið 10 aurum af hverjum þeim manni, sem blaðið kaupir, borið saman við verð allra annara blaða. Þessi 10 aura þjófnaður skiptir nú ef til vill ekki miklu máli, en sýnir þó að það eru stolnir peningar, sem notaðir eru til að halda rógburðariðjunni gangandi, lætur Ari því eina svívirðinguna standa straum af annari, og þarna er nú komið að En ormurinn hafði ýmsa parta sem Ara vantar mikiim part. Höggormsins að hestagangi og hrossaprangi er getið vart. Höggormurinn hafði’ ei drukkið, honum sé því lof og prís; og hann tók víst ekki í nefið og ekki neinn í Paradís. Höggorminum hafði verið heldur fátt um svínarí. En Ari er fullur eins og gengur, ekki er kannske’ að spyrja’ að því. Höggormurinn eins og Ari átti liðug kjaftatól, en enginn vissi orminn gefa útsvikið og logið rjól. þeirri verkaskiptingu, sem Ari hefir haft á öllum sínum störfum um dagana, hann hefir látið lygina og rógburðinn gi'eiða fyrir sér götuna, svo honum yrði hægara um hönd með svikin og þjófnaðina. Kemur þetta og ótal margt fleira greinilega fram í lýsingu minni á viðskiptum Ara við mig í síðasta olaði. „Örvasa gamalmenni, slituppgefið og lamað á sál og líkama“. Þetta er lýsing sú, sem Ari Þórðarson gefur af mér í blaðsnepli sínum. Ég er nú ekki meira „örvasa“ en það, að ég þori óhræddur að mæta Ara hvar sem væri og í hvaða ham sem hann væri. En árfjöldann minn minkast ég mín ekkert fyrir og hef aldrei reynt að leggja hann í lágina; tel ég mér miklu fremur heiður að því, að hafa sjötíu ár á baki en vera þá ennþá fullgildur ríkisborgari í þessu landi, og fullgildur borg- ari í því bæjarfélagi, sem ég tilheyri og er þetta miklu meira heldur en verður um Ara sagt, því hann er hvergi talinn á meðal manna. Einhver partur af þeim gjöldum, sem ég greiði til Reykjavíkurbæjar, gengur til fram- Ormurinn hafði Edens hlýju, Edens vor og heitu sól. Ari býr við ís og kulda og annara manna húsaskjól. Ormsins vegna Adam missti Edensjörð, en konu hélt. Ari hefir undan mönnum óðulum og konum smellt. r I Adams koffort aldrei hafði orinurinn farið — það er frá. — í Ólafs koffort Ari hnýstist, ellefu hundruð mistust þá. Yei sé hverjum eiturormi, sem ástum kvenna’ og friði stal, Eden kynntist einum slíkum, annar kom að Þormóðsdal. Z X færslu þurfamanna, eins og eðlilegt er, ætti Ara því að vera vel um vart meðan ég er á- litinn fær um að greiða gjöld, úr því að hann hefir þurft að verða einn af styrkþegum bæj- arfélagsins. En hvað andlegri eða líkamlegri lömun minni viðkemur, þá skall nú þar hurð næiri hælum árið sem ég bjó í Finnbogahúsi, í sam- býli við Ara, en þær menjar sem ég bar eftir það tvíbýli, hafa árin löngu læknað. Og nú er nýr borgarstjóri hér í Rvík, ráð- deildarmaður og glöggur á fé, finnst honum, það vera eins og það á að vera, að styrkþegar bæjarins verji ef til vill einhverju af styrkn- um til blaðaútgáfu og svívirði með lognum sökum þá menn, sem styrkinn greiða til styrk- þeganna. II. Ari hefir náð í vestfirska konu og fengið hana til að birta yfirlýsingu í snephnum sín- um, af illgirnislegri fáfræði, eða meðfæddu ótugtareðli, er Ari að reyna að láta líta svo út, sem af konu þessari hafi verið stolið 6 þúsund krónum. Frá þessum viðskiptum er nú skýrt af hlut- aðeigendum fullgreinilega á öðrum stað í blað- inu, og kemur þar fram, að þarna hefir ekk- ert gerst annað en það sem er alvanalegt, að afsala eign fyrir áhvílandi og spara með því Sóknin harðnar. XUtstfóri svarar ritstfóra

x

Svindlarasvipan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svindlarasvipan
https://timarit.is/publication/621

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.