Dvöl - 11.11.1934, Blaðsíða 2

Dvöl - 11.11.1934, Blaðsíða 2
2 D V Ö L 11. nóv. 1934 Kýmnisögur. Kennarinn: Getur þú, ól- afur, sagt mér hvort orðið buxur er í eintölu eða fleirtölu? ólafur: Það er í eintölu að ofan, en í fleirtölu að neðan. Skipstjórinn: Ég held maður þekki það. ónytjungurinn sem engu nennir, er sendur til sjós, til að reyna að géra mann úr honum. Léttadrengurinn: Nei, hr. skipstjóri. Þetta hefir breyzt frá því þér voruð ungur. — N e g r i: Jumbo, Jumbo! Það er komið ljón inn i kofann ti! konunnar þinnar. J u m b o: Það verður sjálft að sjá um sig. Ekkert get ég hjálp- að þvi, ljónstetrinu. Á k æ r ð u r: Eins og þér vit- ið, herra dómari ... Dómarinn (önugur): Ég veit ekki neitt. Prófessorinn (i fyrir- lestri). Eins og þér sjáið, herrar mínir, sjáum vér ekki neitt, en innan skamms munuð þér sjá, vegna hvers vér sjáum ekkert. Nóg að gera. Kaupmaður nokkur úti á landi leyfði sonum sínum að skreppa til Reykjavíkur og litast um í höfuðstaðnum. Tíminn leið og ekki komu synimir heim aftur. — Kunningi kaupmannsins hittir hann að máli og spyr hvort synir hans hafi nokkuð að gera í höf- uðstaðnum. — Svaraði kaupmað- ur því á þessa leið: — Já, já. Nóg að gera. Á kvöldin eru þeir í bíó og kaffi- húsum, en á dagixm síma þeir eftir peningum. ,,Bróðir frelsarans“. Tvær vinnukonur voru á sama bæ, önnur var ill og önug, en hin var auðmjúk og guðhrædd. Eitt sinn snarast Sigga (það var sú önuga) inn úr bæjardyrunum o g bölsótast mikið yfir Jóni vinnumanni. „Ó, segðu ekki þetta“, segir Bína (sú milda), .,hann Jón sem er bróðir frels- arans“. — „Hvað, er hann bróðir hreppstjórans? Mér er nú and- skotan sama hvers bróðir hann er“. Ungur maður kom í blómabúð og ætlaði að kaupa rauðar rósir. Allt í einu féll hann í þungar hugsanir. — Þér ætlið auðvitað að segja hennj það með rósum, sagði kaupmaðurinn brosandi. þá duga ekki minna en þrjár tylftir. — Nei, nei, sagði ungi maður- inn. Það er nóg að hafa þær sex. Ég vil ekki segja of mikið. Ritstjóri: Daníel Jónsson. Prentsmiðjan Acta.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.