Dvöl - 11.11.1934, Blaðsíða 3

Dvöl - 11.11.1934, Blaðsíða 3
»1. nóy. 193* D V ö L 3 ó h e p p n i Eftir Egil Hjorthjensen Þegar ég hugsa til Ulriksen, ®akuvinar míns, get ég ekki var- ist þeirri hugsun, að hann hafi verið sá óheppnasti maður, sem nokkurn tíma hefir verið uppi á Jörðinni. Það þýðir ekkert að minnast á ödípus konungvið mig — líf hans hefir verið dans á rós- um> samanborið við Ulriksen. Ul- riksen sló öll met í óhamingju. Ég er vifs urn, að hefðu þeir verið samtíðarmenn; ödípus og Ulrik- sen, þá hefði Ulriksen orðið langt- nm fremri í óhöppum og óham- llrgju og geymst í sögunni, sem nin mikla óhamingjusama sagna- persóna, en ödípus hefði legið gleymdur og vonsvikinn undir sinni torfu. En örlögin unnu Ul- riksen ekki einu sinni þeirrar huggunar að hljóta sögufrægð fyrir óheppni. Það er annars undarlegt, hvern- ig óheppnin getur lagt suma menn í einelti og gert allt til að gera viðleitni þeirra að engu. Eg man, að þegar ég var strákur, las ég sögu, sem hafði djúp áhrif á mig. Hún var um óheppinn sjálfs- morðingja. — Honum hafði ekki heppnast neitt í lífinu, og loksins gafst hann upp og ákvað að svifta sig lífi. Hann undirbjó allt vand- iega, svo að það misheppnaðist pú ekki eins og annað, sem hann hafði tekið sér fyrir hendur. Hann fór fram á sjávarhamra og batt snöru um trjágrein, sem skagaði út yfir hengiflugið. Hlóð svo marghl,eypu, sem hann átti í fór- um sínum. Með sigri hrósandi brosi yfir að hann skyldi þó einu sinni leika á örlögin, dró hann síðan arsenikflösku upp úr vasa sínum og tæmdi hana. Að lokum smeygði hann snörunni upp á hálsinn og stökk út af brúninni um leið og hann, eftir getu, hleypti skotinu af í hausinn á sér. Allt þetta gerði hann stórum ákveðnari en Faust, þegar hann tæmir eiturbikarinn í fyrsta þætti, enda ætlaði maðurinn ekki að lifa, og leika í 24 þáttum eftir þetta. En haldið þið kannske, að þetta hafi heppnast, þrátt fyrir allan undirbúning. Ónei. Skamm- byssukúlan fór ekki í hausinn, sem var orðinn leiður á lífinu, heldur fyrir ofan hann, og í snör- una, sem auðvitað slitnaði og þar með steyptist sjálfsmorðinginn í sjóinn fyrir neðan. Þar fór hann fjórum sinnum í kaf og gieypti ógrynni af sjó og tvær marglytt- ur. Þegar svo loksins hjálpsamir sjómenn drógu hann upp í bát sinn, spjó hann öilu eitrinu í þeirra æruverðugu skegg. Síðan náði hann sér til fulls og lifði sejp

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.