Dvöl - 11.11.1934, Blaðsíða 5

Dvöl - 11.11.1934, Blaðsíða 5
u. nóv. 1934 D V Ö L 5 hann loksins náði stúdentsprófi, 22 ára gamall, tók hann að lesa læknisfræði af svo miklu kappi, að hann lyfti varla nefinu upp úr bókunum. Skýrslur sýna, að þetta ár skeðu blessunarlega fá slys í Osló. T. d. féll aðeins ein múrskreyting niður og hún var aðeins 2 kíló. Það var að vísu nóg fyrir Ulrik- sen, því að auðvitað féll hún í höfuðið á honum og tók dálitla sneið af hnakkanum. Og þegar hann, þrem mánuðum seinna, kom af sjúkrahúsinu, var það augljóst, að hann dugði ekki til andlegra staífa. Ekki þannig að skilja, að hann v®ri orðinn undirmálsmaður. Hann hafði ekki tapað viti, svona beinlínis. Hann fékk bara ein- hennileg köst. Allt i einu gat hann orðið mállaus, án nokkurs tyrirvara, og gat þá ekki komið UPP orði í nokkrar mínútur og jafnframt urðu báðir handleggir uiáttlausir. Hann gat gengið, hugsað 0g séð, en ekki hreyft handleggina né talað. Og þar sem þetta skeði nokkuð oft, var það auðsætt, að góður skurðlæknir gat hann varla orðið. En það skeður margt undar- legt. Ulriksen trúlofaðist, öllum til takmarkalausrar undi’unar, ungírú Ström, sem var bæði ung og lagleg. í fyrsta sinn virtist hamingjan ætla að brosa við hon- um. Hann lifnaði við og varð eins °& nýr maður, það er að segja, það sem eftir var af honum. Hann söng eins og lævirki allan daginn, nema þegar hann fékk köstin, og hann, ungfrú Ström og litli hund- urinn hennar sáust alstaðar sam- an. Örlögin voru nú samt alltaf að senda honum smáskeyti, eins og t. d. í trúlofunarveizlunni, sem var haldin uppi á Holmenkollen hjá tengdaföðurnum tilvonandi, Ström gamla stórkaupmanni. Það átti að skjóta flugeldum, og Ul- riksen vildi, í léttúð sinni, endi- lega skjóta nokkrum rakettum sjálfur. Þetta var beinlínis að freista örlaganna og hegningin lét ekki á sér standa. Ein af ra- kettum Ulriksens tók skakka stefnu og lenti í bakhluta stór- kaupmannsins, sem var að búa * sér til vínblöndu úti á svölunum. En tár dótturinnar, iðrun og ör- vænting Ulriksens og læknir, sem sóttur var í snatri, lögðu í sam- einingu plástur á sárið, svo að stórkaupmaðurinn lét reiði sína falla. Sem sagt. Hjónaleysin voru eins og turtildúfur og í vikunni sem leið átti brúðkaupið að standa. En þá — það er svo sorglegt, að það er varla hægt að segja frá því. En það verður að gjöra, þó mig, æskuvininn, hryjli við því. Ulriksen hafði verið eitthvað órólegur í margar vikur. Ég held, að hann hafi verið að hugsa um, hvaða óhöpp örlög- in mundu nú senda honum á ell- eftu stundu, ög hvort hægt væri

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.