Dvöl - 11.11.1934, Blaðsíða 6

Dvöl - 11.11.1934, Blaðsíða 6
fí D V 5 L tl. nóv. 1934 a8 gera nokkrar ráðstafanir hl varnar. Vígslan átti að fara fram í Uranienborgkirkju. Það áttu að vera rauðir gólfrenningar og hvítklæddar brúðarmeyjar, græn- ir pálmar og brúðkaupsferð yfir blátt haf. Ungfrú Ström hafði séð um þetta allt. Hún hugsaði mik- ið um ytra formið, já, ég hika ekki við að kalla hana smásmugu- lega. Þó hafði ég auðvitað aldrei þorað að segja slíkt við Ulriksen, því að þá hefði hann ábyggilega rnyrt mig, svo framarlega sem hann hefði ekki fengið kast. En það var nú einmitt smámunasemi hennar, sem orsakaði hinar al- varlegu afleiðingar óhappsins. Frjálslynd stúlka hefði ekki lát- ið Ulriksen róa, þó að .... en það er bezt að segja söguna eins og hún gekk. Það var, eins og áður er sagt, í vikunni sem leið, daginn fyrir brúðkaupið. Ulriksen og ungfrú Ström gengu upp eftir Karl Jo- han einmitt þegar mest var um- ferðin. Hún haföi hundinn sinn með sér, eftirlætisgoðið, einn af þeim einkennilegustu vanskapn- ingum, sem þessi terrier-hundaöld hefir augunum litið. Hann var eins og tannbursti og lappalaus var hann að mestu, en í staðinn hafði hann aðdáanlega langa rófu. Þar ofan í kaupið tilheyrði hann einhverju afar göfugu hundakyni, sem heitir Yellow Donkey Dickies, eða eitthvað í þá átt. Þegar þremenningarnir komu á móts við Grand, kom of- urlítil skúr, sem aðeins vætti á steinum. Nú eru þessir Yellow Donkey Dickies ekki aðeins óeðli- legir að útliti, heldur er heilsa þeirra svo viðkvæm, að þeir þola ekki að verða votir í fætur, án þess að fá kvef og meltingar- kvilla. Til að hindra, að slíkt kæmi fyrir, beygði ungfrú Ström sig niður og tók hundinn upp, en þá skeði slysið. Hún lyfti ekki að- eins hundinum upp, heldur líka pilsfaldinum. Síðan héldu hjóna- leysin áfram. Nú var svona klæðaburður dálít’ið óvenjulegur á Karl Johan, enda vakti hann geysimikla eftirtekt. Fólk blátt áfram tróðst undir. Margfaldur meirihluti fólksfjöld- ans reyndi að komast nær, örfá- ar heiðarlegar uhdantekningar flýttu sér burt. Tvær gamlar frænkur ungfrú Ström, sem mættu hjónaleysunum, fengu krampa og voru keyrðar til lækn- is í skyndi. Þar að auki rákust þrír fólksflutningsvagnar og einn strætisvagn á á horninu á Karl Johan og Rosenkrantzgötunni. Og til að kóróna allt saman, fékk Ulriksen kast. Hann gat hvorki hreyft handleggi né tungu, og allar tilraunir hans til að aðvara unnustuna misheppnuðust. Hann gat ekkert gert, nema að rang- hvolfa augunum og dingla löpp- unum, og svona gengu þau hlið við hlið. I kringum þau var allt

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.