Dvöl - 11.11.1934, Blaðsíða 11

Dvöl - 11.11.1934, Blaðsíða 11
11. nóv. 1934 Ö L 11 D V haginn, rennislétt óg grösúg flat- neskja með volgum laugum. Hann er ein af þessum óvœntu og æfin- týralegu gróðúreyjum öræfanna, sem vafalaust hafa gefið þjóð- trúnni á ókunna dali og útilegu- mannabyggðir byr undir vængi. ■Upp af Nauthaga er bratt og fagurt kistumyndað fell fram- undan jöklinum. Hefir það verið nefnt ólafsfell á síðari árum, eft- ir ólafi bónda Bergssyni frá Skriðufelli í Þjórsárdal, en hann er manna kunnugastur á þessum slóðum. Austan við Ólafsfell er all- breiður og brattur skriðjökull. Undan eystra horni hans fellur allmikil kvísl vestur með jökul- sporðinum og síðan til suðvesturs í Miklukvísl. Jökulinn má nefna Nauthagajökul. Austan við'Nauthagajökul er kollótt móbergsfell, sem mætti nefna Hjartafell eftir löguninni. Skilur það Nauthagajökulinn frá hinum mikla Vestra-Arnarfells- jökli eða Múlajökli, sem skagar langt fram á láglendið og fletzt út líkt og Skeiðarárjökull. Und- an þessum jöklifalla margarsmá- kvíslar, sem einu nafni kallast Múlakvíslar. Ur austurkverk hans fellur Arnarfellskvísl ein, en sandar víðir og vatnaflaumur er fram af Arnarfelli. Þessi vest- asta kvísl kvað eiga. upptök í jök- ullóni eða „keri“ uppi í jökuljaðri vestan við Arnarfell. Oftast er kerið fullt af vatni og byltast þá i því stórir ísjakar, en stundum er það tómt og hefir þá vatnið „hlaupið“ í Arnarfellskvíslina. Framan við vestari Arnarfells- jökulinn eru öldur miklar, sum- staðar með stórum hólum. Yztu öldurnar eru grónar óvenjulega fjölbreyttum og stórvöxnum gróðri. Einkum ber mikið á hvönninni, svo hestarnir vaða hana í miðjar síður. Þessar gróð- uröldur heita Múlar. Þegar nær dregur jökli eru stórar öldur úr jökulruðningi, en löng kolmórauð lón á milli. Er því örðugt að kom- ast að jöklinum fyrir vatni og aurbleytu. Jökulmerki voru sett á nokkr- um stöðum framan við jökul- sporðinn. Samkvæmt mælingum, sem Eiríkur bóndi í Steinsholti gerði fyrir mig í f járleitum haust- ið 1933, hafði jökullinn stytzt um 80—200 m. frá sumrinu áður. H ú n : Hvernig fórst þú áð vita að mig dreymdi að Ámi vaéri að biðja mín? r. H a n n : Þú sem hrópaðir „Já“ upp úr svefninum minnst tutt- ugu sinnum! Presturinn: í dag hefi ég, kcsri vinur, gert sjö manns ham- ingjusama. — Svo? — Já, Ég.hefi gift þrenn hjón. — Ekki eru það nú nema sex. r___Heldurðu að ég hafi gert það fyrir ekki neitt?

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.