Dvöl - 11.11.1934, Blaðsíða 12

Dvöl - 11.11.1934, Blaðsíða 12
12 D V Ö L 11. nóv. 1934 Þegar ég var fylgdarmaður Eftir Mark Tvain Einu sinni bar svo til að óg var staddur í Aix-les-Vains á Suður- Frakklandi og átti þar fyrir hönd- um að ferðast til Genua og þaðan aftur einhverjar krókaleiðir til Bayeruth í Bajern. Við vorum fleiri saman ferðamenn. Mór hafð; •verið fyrirskipað að fá mér fylgd- armann. — Auðvitað til þess að hafa reyndan og ráðinn mann í förinni til að annast um hópinn. En ég fór að hugsa um annað — svo margt annað, að ég vissi ekki fyr en að upp var runninn sá dagur, að við urðum vægðarlaust að halda. af stað, þó enginn væri leiðsögumaðurinn ráðinn. En allt í. einu , kviknaði glæfraleg hug- mynd í höfði mér. Ég er nú einu sinni svona gerður: Ég skýrði frá, að ég ætlaði fyrst um sinn að annast leiðsöguna sjálfur, aðstoð- arlaust. Og það gerði ég. Gersamlega hjálparlaust sá ég •run f.ör ok.kar allra — við vorum fjórir saman á leiðinni frá Aix- les-Vains til Genua. Sú ferð tók tvo klukkutíma og einu sinni var skift unvlest á leiðinni. Á þessari ferð gekk allt að óskum og engin slys eða skakkaföll komu fyrir. að því slepptu, að við gleymdum mal- ■ poka og nokkrum smábögglum á skiptistöðinni — smámunir, sem naumast geta talist með slysum, slíkt kemur svo iðulega fyrir. Við þetta óx mér áræði og bauðst ég því til að vera foringi ferðarinnar alla leið til ákvörðunarstaðarins. En þar gerði ég glappaskot, þó ég auðvitað væri ekki þein-ar skoð- unar þá. Það kom í ljós, að hér var við fleiri vandkvæði að fást, en ég hugði í fyrstu. Fyrst og fremst þurfti að fá í hópinn tvo menn, sem við höfðum skilið við á matsöluhúsi í Genua fyrir mörg- um vikum. Þar næst þurfti að fá fluttar nokkrar ferðakistur frá Ciaja Grande, þar sem farangur okkar var geymdur, til gistihúss- ins, og senda þaðan aftur sjö kist- ur til geymslu í Ciaja Grande. Auk þess varð ég að útvega mér einhverja vitneskju um, hvar Bayeruth væri niður komið í Norðurálfunni, og kaupa farseðla þangað. Þá þurfti að senda sím- skeyti einhverjum góðvini ein- hversstaðar í( Hollandi. Jæja, klukkan var orðin tvö e. h. og máttum við því engan tíma missa, bví við urðum að fara með nætur- lestinni, og svefnvagna þurftum við að fá bar. Loks var óhjákvæmi- legt að taka út peninga í banka á ávísun, sem ég hafði meðferðis. Mér var fullljóst, að þetta bann- sett stúss meö svefnvagnana yrði að ganga fyrir öðru. Ég lagði því af stað sjálfur til járnbrautar- stöóvarinnar, því sendisveinar

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.