Dvöl - 11.11.1934, Blaðsíða 14

Dvöl - 11.11.1934, Blaðsíða 14
14 D V Ö L 11. oóv. 1834 En til þess nú að hafa dálitla reglu á hlutuaum og taka aðeins eitt fyrir í einu, afréð ég að kló- festa samferðamennina sem vant- aði, áður en frekar vœri að gert. En þá mundi ég allt í einu eftir því, að vagninn beið alltaf eftir mér við gistihúsið, á góðum vegi með að rífa mig á hol fjárhags- lega. Ég náði nú í annan vagn og skipaði vagnstjóranum að aka til gistihússins í skyndi og skipa vagninum, sem þar beið, að aka til símastöðvarinnar og bíða þar bara þangað til ég kæmi. Lengi mátti ég ganga og leita, áður en ég finndi þessa tvo menn, sem ætluðu að verða samferða. Þegar það þó tókst loksins, gátu þeir auðvitað ekki orðið mér sam- ferða, vegna farangurs þess, sem þeim fylgdi. Þeir urðu óhjákvæmi- iega að fá vagn undir hann. Enn varð ég að fara út að ná í vagn. En í þetta sinn var ég reglulega .iheppinn, ég gat hvergi fundiö nokkurn vagn; litlu síðar hugðist ég aftur á móti að hafa fundið Ciaja Grande (þar sk.iátlaðist mér reyndar alveg) og fannst mér þá hyggilegast að nota tækifærið til að ráðstafa i'lutningi á ferðakist- unum. Nú hringsólaði ég góða stund, enda þótt ég finndi ekki Ciaja Grande, fann ég þó þess í stað tóbaksbúð, og mundi þá hvað ég hafði þar að sýsla. Ég skýrði nú tóbakssalanum frá því, að ég væri á leið til Bayeruth og vildi fá svo marga vindla sem nægði í nestiö. Hvaða leið ég ætlaði að fara? Ég svaraði, að ennþá hefðí ég ekki minnstu hugmynd um það. Segir þá maðurinn, að hann vilji ráða mér til að fara um Ziirich og ýmsa aðra bæi, sem ég man nú ekki að nefna, ennfremur að hann háfi á boðstólum sjö annars flokks farmiða, sem hann hafi eignast fyrir sérstakt atvik, þá skyldi ég fá fyrir 22 dali stykkið, sem væri gjafverð og hann skaðaðist í raun- inni á. Ég var fyrir löngu orðinn þreyttur á að ferðast á 2. flokks vögnum með fyrsta flokks farmiða í vasanum og þáði því boðið. Eftir tilhlýðilegt basl fann ég loks Ciaja Grande og gerði þá ráð- stöfun, að 7 af ferðakistum okkar skyldi senda til gistihússins og fá dyraverði þar til geymslu. Að vísu fór það að brjótast í mér á eftir, að sennilega hefði ég gleymt ein- hverju af erindinu, en þá var eins og aftur væri eitthvað farið að snúast í höfðinu á mér, svo ég fór ekki frekar út í þá sálma. Pk fór ég þessu næst í bankann og bað um ákveðna upphæð í reiðu peningum. Þá kom það í ljós, að ég mundi hafa lagt ávísunina ein- hversstaðar afsíðis, og fyrir bragð- ið gat ég enga peninga fengið. Til- tölulega fljótt áttaði ég mig samt á því, að ég hlyti að hafa skilið ávísunina eftir á borðinu þar sem ég skrifaði símskeytið. Ég af stað í vagni upp á símstöð. Jú, mikið rétt, þar hafði ávísunin legið eftir, en nú væri fyrir löngu búið að

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.