Dvöl - 03.03.1935, Blaðsíða 5

Dvöl - 03.03.1935, Blaðsíða 5
marz 1934 D V Ö L 5 3. en út úr henni gekk ung stúlka, sem fallin var í glötun. Þau skildu sem vinir. Hann ^krifaði heimilisfang hennar á vegginn hjá sér með viðarkoli, og hún fór út til þess að sitja fyrir hjá öðrum málara. Þannig gekk hún milli vinnustofanna. Nú átci hún ekki lengur neitt meyjarsak- leysi til að verja sig með. Dag nokkurn barði amma henn- ai' auðmjúk að dyrum á hinni niyndarlegu vinnustofu málarans °8' skýrði honum grátandi frá, að ^affaella væri barnshafandi. Jú, hann mundi eftir henni! Unga, 'aglega stúlkan. Hann lagði nokkra S’Wllpeninga í lófa gömlu konunn- ar og lofaði að reyna að greiða eitthvað götu þeirra. Hann efndi loforð sitt. Strax sama kvöldið &takk hann upp á því við félaga Slna, að þeir skytu saman í með- ^ag með barninu hennar Raffaellu. ^ann bjóst ekki við, að neinn hein-a gæti verið þekktur fyrir að skerast úr leik. 0g í raun og veru hefði enginn þeirra með ‘éttu getað það. Þeir gáfu allir O’Ps og þeir gátu, sumir mikið, ‘'•ðrir dálítið minna; margir tæmdu Pypgjur súiar í hattinn, sem var atinn ganga milli þeirra í þessu shyni. Þeim fannst öllum það vera ^v° leiðinlegt með hana — að essi laglegá stúlka skyldi vera Kv° skrambi óheppin. Þeir töluðu ll'n 'hað fram og aftur, hvað yrði 'Ul um hana eftir þetta. Auðvitað hún haldið áfram að sitja fyrir, en hún yrði aldrei sú sama og áður. Myndhöggvararnir voru allir á einu máli um, að fallegu línumar í mjöðmum hennar .myndu aldrei verða jafngððar eftir þessa raun, og málararnir voru vissir um, að hinn heillandi litarháttur hennar var að eilífu glataður. Það var auðvitað sjálf- sagt að koma barninu út úr bæn- um til fósturs. Samskotin voru nóg til að gefa með því í heilt ár. Og svo væri ef til vill ekki svo vitlaust fyrir þá ag biðja útlenda lækninn, sem þeir allir þekktu, að líta svolítið eftir Raffaellu. Hann var svo hrifinn af þessum ítölum og gæti máske hjálpað ef ófyrir- sjáanleg óhöpp steðjuðu að síðar meir. Og læknirinn, sem var svo hrifinn af þessum Itölum, hafði oft séð Raffaellu í seinni tíð. Hún hafði verið ákaflega veik, hún var búin að vera með óráði dög- u.m saman og þetta var í fyrsta skipti nú í langan tíma, sem hún svaf rólegum svefni. Nei, læknirinn óskaði vissulega ekki eftir að vek.ja hana. Hann sat niðursokkinn í djúpar hugs- anir við hlið gömlu konunnar. Hann hugsaði um það, sem drifið hafði á daga Raffaellu. Það var gömul saga, sem ítalska fátækra- hverfið hafði sagf honum oftar en einu sinni, og hann hafði líka oft lesið hana i bókum. Aðeins fannst honum það, sem hann sá m,eð eig- in augum, vera miklu einfaldara

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.