Dvöl - 03.03.1935, Blaðsíða 11

Dvöl - 03.03.1935, Blaðsíða 11
3. marz 1935 D V Ö L 11 Höll Lúðvíks 14. og skemmtigarðurinn i Versölum. Hér er ekki lágt undir loft eins og tíðkast í g’ömlum bygg- ingum. I-Iér eru stórir salir, sem eru 12—13 metrar á hæð, og tek- ur hver stærðarsalurinn við eftir annan, kenndir við Díönu, Venus, Appollo, Merkúr, Marz o. s. frv. Langmesta athygli vekur þó Spegilsalurinn. Hann er 220 feta langur, 30 feta breiður og 40 fet á hæð. Þegar gengið er eftir hon- um' endilöngum, er allur veggur- inn til annarar hliðarinnar einn spegill, en á hina hliðina stórir gluggar, sem snúa út að einhverj- um fegursta og indælasta skemmtigarði, sem til er. 1 hon- um skiftast á tignarlegir gos- brurinar, tærar tjarnir, grænir vellir, blómabeð, runnar, há tré, niargskonar myndastyttur og listaverk. Hér, í hinum víðáttu- mikla garði fram undan gluggun- um í Spegilsalnum í höll Lúðvíks 14., er flest það samankomið, sem listrænn mannsandinn og náttúr- an 1 félági geta framleitt, þegar ekkert er tilsparað. Héðan úr gluggum Spegilsalsins er heillandi útsýni yfir listigarð- inn. En þó áð dásamlegt sé að vera hér í Spegilsalnum, þá er a. m. k. annar salur skammt frá miklu stærri og hann allur skar- aður gömlum listaverkum frá ýztu dyrum' til innsta gafls, frá gólfi til lofts, nokkurskonar lista- og frægðarsaga liðinna alda, frá tíð Lúðvíkanna. Ennþá standa herbergin eins og þau voru á tíð þeirra, með sömu íburðarmiklu húsgögnunum, —

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.