Dvöl - 03.03.1935, Blaðsíða 13

Dvöl - 03.03.1935, Blaðsíða 13
1) V ö L 13 ■i. marz IÖ34 / ’prunginn af minningum uta harð- neskju og mildi, frelsi og hlekki. bræðralagshugsjónir og sundr- ungu, list og tildur, glaðværð og sorg og flestar aðrar andstæður. — En þetta er líka nokkurskonar hjarta Frakklands, þaðan sem æð- arnar hafa legið út um allt land- ið. Héðan hafa fluzt áhrif og skip- anir til frönsku þj óðarinnar —og út um víða veröld. Stundum hefir þingið verið háð hér. Margir konungar Frakka eru fæddir á þessum stað. Konungar og ríkis- ráð hafa oft haft hér aðsetur sitt og alltaf þegar kjósa á for- seta Frakklands, þá er komið saman hér í þessari minningaríku höll. Her hafa margir fleiri verið niiklir fyiir sér en Clemenceau. En við þessa höll verður samt lengst og fastast bundið nafn Lúðvíks 14., sem lét reisa hana fyrir hátt á þriðju öld síðan, hins svokallaða „sólarkonungs", sem á sinni tíð vildi álíta sig, eða a. m. k. láta aðra líta á sig svipað og sólina, er væri uppspretta ljóssins °g' lífsins. Hann, sem ætlaðist til nð allt snérist um Frakkland. Það- nn væri öllu stjórnað og sjálfur væi’i hann brennidepillinn. Honum skyldu allir lúta, vegna valds bans og stórleika, en þó frekast Vegna aðdáunar og hrifningar. Til hirðar Lúðvíks 14. söfnuð- Ust Frakklands frægustu mexm í flestum greinum: ráðherrar, sendiherrar, aðalsmenn, prinzar, prinzessur, hæst stæðu menn kirkjunnar, rithöfundar, skáld og listamenn, að ógleymdum. feg- urstu hefðarmeyjum. Fólk þetta kom til að taka þátt í hinu fræga hirðlífi. Konungur vildi yfirleitt hafa sem allra flesta umhverfis sig, sem hann taldi helzt líklega til að vera áhrifa- eða afburða- menn á einhvern hátt í ríki sínu. Sjálfur var hann glæsilegur, kurt- eis, félagslyndur og hrókur alls fagnaðar. Enda var hann kvenna- gull mikið og ekki við eina fjölina felldur í ástamálum, eins og löng- um hefir frægt verið. tJtbúnaður allur og frágangur, er Lúðvík 14. lét gera í þessari höll sinni, var á þeim tíma miklu íburðarmeiri en dæmi voru til hjá öðrum þjóðhöfðingjum. íburður- inn í húsagerð, húsbúnaði, veizlu- föngum og öðru þess háttar var ekkert líkur því, sem þekktist annarsstaðar. — Hér sköpuðu3t merkileg léikrit og voru leikin með stórkostlegri viðhöfn. Með miklum aðdrætti af skáldum, mennta- og listamönnum sköpuð- ust hér varanleg listaverk og sí- gildar bókmenntir. En frægast er þó hirðlíf Lúð- víks 14. fyrir svall það og óhóf, er einkenndi það á flestan hátt. Hér var ástalíf fjörugt og kóng- urinn sjálfur í fararbroddi. Hing- að. völdust hinar fegurstu • dætur Frakklands og tignustu synir, og er höllin var fullsetin af meira en 10 þúsund manna, má gera sér í

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.