Alþýðublaðið - 26.07.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.07.1923, Blaðsíða 1
OeuO ut af Alþýðuflokkonm 1923 Fimtudaginn 26. júlí. 168. tolublað. Með 00 móti. Það tilkynnist vandamönnum og vinum, að maðurinn minn elskulegur og sonur okkar, Erlendur Qíslason, Austurstreeti 7, drukknaði í gœr á Rauðarárvík. Sveinfríður Jónsdóttir. Guðrún Guðmundsdóttir. Gísli Sveinsson. Nýlega var það sagt í öðru auðvaldsblaðanna hér, að >Al* þýðublaðiðí væri ekki að vinna fyrir verkamenn og sjómenn, heldur væri það að vinna >á móti atvinnurekendum<. Það skal nú lagt í hendur verka- manna og sjómanna að dæma um, hvort >Aiþýðublaðið< viani fydr þá eðá ekki, en ef þessi fullyrðing blaðsins ber vitni um nokkuð, þá vill >A!þýðublaðið< heldur táka hana sér til inntekta eftir ástæðum. Um hitt, að >Alþýðublaðið< vinni á móti atvinnurekenduDum, er ekki ástæða til að deila við þetta blað. Það leiðir af sjáifu sér, að meðan atvinnurekendur ekoða það fremstu skyldu sína að rýra sem mest verðgildi viun- unnar, hlýtur >Alþýðublaðið<, sem gefið er út af Alþýðuflokkn- um, þeim stjórnmáiaflokki ís- lerzkum, sem hefir það á stefnu- skrá sinni auk annars að rétta svo sem unt er hluta þeirra sem sérstaklega koma niður á ann- rnarkar nú ríkjándi auðvalds- skipulags, að standa á öhdverð- um meiði við atvinnurekendurna svo kölluðu, og eins meðan þeir leggja méiri rækt við að stöðva atvinnuvegina en reka þá. >A1- þýðub’aðið< myndi herfilega bregðast skyldu sinni, ef það ynni með atvinnurekeudunum að þessum þokkalegu verkum. Annars verður ekki séð, að það sé sérstaklega ámæiisvert að vinna á móti atvinnurekendun- um. Atvinnurekendurnir trúa flestir á hina svo kölluðu frjálsu samkeppni, og í anda hennar vinna þeir hver á móti öðrum aftir megni og þykjast menn að meiri. Hvernig ætti það þá að vera vítavert, að þelr, sem keppa að gerólíku marki, styðji þá ekki, þegar starfsemi atvinnurekend- anna beinist í þveröfuga átt við það, sem ætti að véra verkefnl þeirra? Því verður tæplega neit- að, að það setti fyrst og fremst áð vera að reka atvinnuvegina, en ekki að stöðva þá, og að auka gildi vinnunnar, en ekki að rýra það. Það verður heldur ekki séð, að það sé hundrað í hættunni, þótt einhverjir þeirra atvinnurek- enda, er nú höfum vér, yrðu úr sögunni sem slíkir. Atvinna er engin með >rekstri< þeirra,- og mætti því hugsá sem svo, að verra gæti ekki orðið en er, og ekki eru það atvinnurekend- urnir, sem skapa atvinnuns, held- ur þörfin fyrir framleiðsluna, sem fylgir iífinu, og það gengur að mestu sinn gang, þótt einhverjir svo kállaðir atvinnurekendur >fari á höfuðið<. Þá taka að eins áðrir við. Það er sú regla, sem lifið fylgir. Þess vegna skýtur þetta >á móti atvinnurekenduœ< engum skelk í bringu, sem ekki er þeg- ar merktur stirðnun og dauða. En vér erum lífsins menn, jafnaðarmena. Þjöðmjtt sláfúlag á framleiðslu og verzlim í stað frjálsrar og skipulagslausrar framleiðslu og verzlunar í höndum ábyrgðarlausra einstalclinga. Om dagínnog veginn. Næturiæknlr Guðm. Thor- oddsen, Lækjargötu 8. — Sími 231. Skýrsla um störf landsimans árið 1922 er nýkomin út. Verzlanlr eru nú svo margar á Siglufirði, að blöskrun vekur í sjálfu >Morgunblaðinu<. Lagarfoss kom í gær síð- degis. Frá ísafirði (eftir símtaii). M.k. >Eggert Ólafsson< kom inn 1 fyrra kvöld með 300 tn. síldar. — Knattspyrnufélagið >Hörður< og dátar af >FylIu< þreyttu kappleik í fyrra kvöld. Unnu dátarnir með 9 : 4. Fyrirlestnr Knud Holmbees um írland í gærkveldi var hinn fróðlegasti og fjörugasti. Gerði fyrirlesari góða og hlutlæga grein fyrir einkennum íra og ástand- inu nú í landinu og lýsti skil- merkilega frelsisbaráttu þeirra gegn ofríki Englendinga. Fyrir- iesturinn var ómaklega fásóttur, og veldur þar vatalaust fjár- skortur aimennings sakir atvinnu- leysis. Ættu þeir, er kunnugir eru útlendingum, er koma hing» að og vilj a halda einhvers konar samkomur, áð vekjá athygll þeirra á þessu, svo að þeir verði fyrir minni venbrigðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.