Valur 25 ára - 11.05.1936, Síða 24

Valur 25 ára - 11.05.1936, Síða 24
24 VALUR 25 ÁRA 19 11 — 1 9 3 6 1932. Eftir FRÍMANN HELGASON. Sumarið 1932 sýndu Vest- mannaeyingar „Val“ þann sóma að bjóða félaginu til sín, með það fyrir augum, að leika við „Knatt- spyrnufélag Vestmannaeyja“ tvo leiki. Var þetta boð með þökk- um þegið, þvi í fyrsta lagi hafði Valur aldrei komið til Vest- mannaeyja í knattspyrnulieim- sókn áður, í öðru lagi, þegar val- in var þessi skemtilega stund til heimsóknarinnar, Þjóðhátíð Vest- mannaeyja, þá náði tilhlökkun- in hámarki sínu. Auk þess höfðu margir af Valsmönnum aldrei komið til þessa sögulega staðar. Ferðin til Vestmannaeyja gekk vel, enda var veðrið gott. Þó gerði sjóveikin vart við sig hjá ýms- um og gerði þá fölari venju, og verkaði stundum sem allra besta uppsölumeðal. Snemma morguns er komið að Eyjum.—- Sólbjartur sumarmorg- un, sem hafði varpað sinni fag- urlituðu blæju yfir þessa háu klettaþursa, sem teygðu sig upp úr hafinu. Sólin hafði roðað vanga þeirra og gert þá hlýja í viðmóti. Skipið skríður gegnum Faxasund og inn með Ystakletti. Mikil mergð fugla svífur um- hverfis klettana eða situr á bjarg- sillum eða á sjónum umhverfis Eyjarnar, til að sækja sér og ung- um sínum fæðu. Við heyrum þungar drunur, sem líkjast helst trumbuslætti. Það eru öldurnar að skella í sjávarhellana, er þær sjálfar hafa búið til, með látlaus- um höggum og barsmíði; þær sömu öldur, sem hafa hvítfyss- andi sungið liksöngslag sitt yfir mörgum hraustum og mætum Vestmannaeyingum. Skipið varpar akkerum á ytri höfninni. Okkur sýnist lokuð leið í land með garði úr steinsteypu, auk þess sýnist okkur, að fjrir innan garðinn sé aðeins skógur. En þetta var alt missýning. Garð- urinn er í tvennu lagi, með hliði; annar er bara utar. En það er gert svona haganlega, til að geta varið stórbrimum inn á bátaleg- una. Skógurinn, er við þóttumst sjá, er bara möstrin á fiskibát- um Vestmanneyinga, sem eru orðlagðir fiski- og sjómenn. Okkur er lieilsað á skipsfjöl af nokkrum meðlimum frá K. V. og við boðnir velkomnir. Þeir höfðu sent sérstakan bát eftir Vals- mönnum út á ytri höfn. Þegar i land kom, var okkur boðið til sameiginlegrar máltiðar. Síðan er okkur skift niður á heimili, einum og tveimur saman. Margir fara út í Höfða, sem er syðsti tangi Heimaeyjar, og er þar mjög fagurt. Síðan er völlurinn skoð- aður og bærinn, eftir því sem hvern lysti. Fólkið, sem við bjugg- um hjá, var eins og það ætti hvert bein í okkur. Viðmótið og um- hyggjan var óviðjafnanleg, svo það mætti næstum segja, að okk- ur liði of vel. Fyrsta kvöldið, er við dvöld- um í eyjum, fór fram fyrri kapp- leikurinn á íþróttavellinum, er liggur talsvert fyrir vestan bæ- inn. Er völlur þessi ekki góður — of mjúkur sumstaðar, en of harður annarstaðar og ósléttur; enda erfitt að fá gott vallarstæði í Eyjum, vegna óslétts og grýtts jarðvegar. Þeir, sem horfðu á þenna leik úr hrekkunni fyrir ofan völlinn, — þessu upphækk- andi áhorfendasvæði frá náttúr- unnar hendi, sáu fjörugan og drengilegan leik, sem endaði þannig, að Valur setti 3 mörk, en K. V. ekkert. Var óspart hrópað fyrir góðu „upphlaupi“ á báða bóga, svo undir tók í Hánni. — Á eftir leiknum var boð á „Hótel Berg“, er var hið fjörugasta. Laugardagurinn rennur upp sólbjartur og fagur, reglulegt „Þjóðhátiðarveður”. Maður sá brátt merki þess, að þetta var engjnn venjulegur laugardagur: Öllum búðum lokað, allir komn- ir í fínu fötin, fiskur lítið breidd- ur, þó þurkur sé o. s. frv. Þeir, sem ekki höfðu farið með tjald sitt inn í „Dal“ kvöldið áður, voru nú í óða önn að koma sér fyrir í „Dalnum“, því þarna hálf- liggur úti mestur hluti eyjar- skeggja þessa tvo þjóðhátíðar- daga. Þeir slá upp skipulagðri tjaldbog og hafa með sér mat og suðuáhöld, borð og stóla, og jafn- vel legubekki. Það má segja, að þjóðhátiðin byrji með kappróðri utan af ytri höfn og inn á móts við bæjar- bryggju. Eru kappróðrabátarnir 6-rónir venjulegir árabátar. Fer Herjólfsdalur.

x

Valur 25 ára

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.