Valur 25 ára - 11.05.1936, Síða 30

Valur 25 ára - 11.05.1936, Síða 30
30 VALUR 25 ÁRA 1 9 1 1 — 1 9 3 6 Heimsókn KFUM’s Boldklub 1933. Eftir HÓLMGEIR JÓNSSON. Eftir utanför Vals árið 1931, kom það til orða, að bjóða hing- að heim erlendum knattspyrnu- flokki. Fyrir valinu varð K.F.U.- M.s Boldklub frá Kaupmanna- höfn. Flokkurinn kom svo hing- að laugardaginn 15. júlí að kvöldi með e.s. Gullfossi. Félagar Vals fjölmentu niðri á hafnarbakka til þess að bjóða þá velkomna. Við þetta tækifæri fluttu ræður þeir séra Friðrik Friðriksson og Ben. G. Wáge. Frá skipshlið var haldið upp í hús K.F.U.M., en þar fór móttökuhátiðin fram, og gest- unum tilkynt niðurröðun vænt- anlegra kappleika og dagskráin að öðru leyti. Þaðan var haldið til dvalarstaðar þeirra liér, sem var Málleysingjaskólinn, og liöfðu þeir alt húsið til umráða. Morg- unverður var etinn í skólanum, að öðru leyti voru þeir i fæði hjá velunnurum Vals víðsvegar um bæinn. Sunnudaginn 16. júli bauð séra Fr. Fr. flokknum suður í Kald- ársel. Þar var fyrir hópur K.F.- U.M.-manna úr Hafnarfirði, og veittu þeir af rausn kaffi og kökur. Síðan var nágrennið skoð- að og að endingu farið i helli mikinn, sem þar er í hrauninu. Séra Friðrik sagði magnaða draugasögu í myrkrinu, og voru vist flestir fegnir að sjá dagsljós- ið aftur. Á mánudag var gestunum sýnt það markverðasta í bænum, svo sem nýi barnaskólinn, þvotta- laugarnar, sundlaugarnar, alþing- ishúsið o. fl. Um kvöldið var svo fyrsti kappleikurinn, við Víking, sem fór þannig, að Danirnir unnu með 6—0. Daginn eftir var farið til Þing- valla i boði bæjarstjórnar Rvík- ur. Að Lögbergi flutti sr. Fr. Fr. erindi um Þingvöll og rakti sögu staðarins í stuttu máli. Forseti Í.S.Í. sagði einnig nokkur orð. Að þvi loknu var ekið til Valhallar og etinn þar miðdegisverður. Eft- ir matinn var gengið um í ná- grenninu. Þvi miður var veður ekki sem ákjósanlegast: drungi til fjalla, svo útsýnið var ekki svo gott sem skyldi, en þrátt fyr- ir það voru gestir vorir stórhrifn- ir af fegurð og sérkennileik stað- arins, og sögðu að liann yrði þeim ógleymanlegur. Miðvikudaginn 19. júli bauð sendiherra Dana flokknum, ásamt stjórn Vals, til miðdegis- verðar á Hótel ísland. Þar voru fluttar margar og snjallar ræður, og var borðhaldið hið ánægjuleg- asta í alla staði. Að hádegisverði loknum var kaþólska kirkjan skoðuð og úr turninum fengu menn prýðilegt útsýni yfir borg- ina. Síðar um daginn gengu gest- ir vorir suður i kirkjugarð og lögðu krans á leiði Jóns sál. Krist- björnssonar, en sr. Fr. Fr. flutti stutta bæn. Um kvöldið keptu þeir við Fram og unnu þann leik með 6—3. Daginn eftir var flokknum svo boðið að Álafossi, og var höfð- inglega tekið af Sigurjóni Péturs- syni, og veitingar ekki sparaðar. Þorsteinn Einarsson og Jörgen Þorhergsson sýndu íslenska glímu og nemendur Iþróttaskólans sund og dýfingar. Á eftir fengu flestir sér bað i hinni ágætu sundlaug Sigurjóns. Þaðan var lialdið sem leið liggur að Reykjum, og voru gestirnir undrandi yfir þeim ár- angri, sem þar hefir náðst í jarð- rækt. Um kvöldið buðu meðlim- ir Danska íþróttafélagsins lönd- um sinum til kaffidrykkju í liúsi K.F.U.M. Margt var þar til skemt- unar. Föstudaginn 21. júli var þeim sýnt listasafn Einars Jónssonar, Að öðru leyti réðu þeir sér sjálf- ir það sem eftir var dagsins, en um kvöldið var kappleikur við Val, sem vér töpuðum með 2—1. Snemma á laugardagsmorgun var lagt af stað með mótorhát áleiðis í Vatnaskóg. Þegar þang- að kom var þar fyrir fjöldi skóg- armanna, sem tóku á móti okk- ur og flokknum með mikilli Frh. á bls. 32. íslandsfarar K.F.U.M.s Boldklub.

x

Valur 25 ára

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.