Valur 25 ára - 11.05.1936, Síða 35

Valur 25 ára - 11.05.1936, Síða 35
1911 — 1 9 3 6 VALUR 25 ÁRA 35 ingja og aðrir til að sjá sig um, en viðdvölin var stutt, aðeins 2 tímar. Veðrið hafði verið ljóm- andi, en tók nú að breytast, og þegar komið var að Dyrliólaey (Portland) var farið að gera ó- kyrt i sjóinn, með stormi, sem helst svo að segja alla leið til Noregs. Sjóveikin hafði fljótt komið i heimsókn og urðu marg- ir uppteknir af henni og er hæg- ara sagt en gjört, að losna við hana aftur. Og þegar veðrið varð svona vont, fékk hún „byr undir báða vængi“, en menn börðust eins og hetjur við óvætti þetta og létu sig dreyma hetri lífdaga. Um miðnætti (kl. 2) var kom- ið til Færeyja þ. 16., svo að ekki varð úr kappleik, sem betur fór, því flokkurinn var ekki vel fyrir- kallaður. Þar að auki voru Fær- eyingar í knattspyrnuleiðangri um Shetlandseyjar. Hér bættust við i liópinn 30 Færeyingar, dömur og herrar, sem voru að fara á bændamót og sýna þjóðdansa sína. Vöktu þeir mikla athygli okkar. Meðal þeirra var Patursson kóngsbóndi. Noregsströnd blasir við. Inn- siglingin til Bergen dásamleg, þó liún nyti sín ekki, vegna skúra- veðurs. Formaður „Djerv“ tók á móti okkur og lét aka okkur á Hótel Rósenkrantz. Vorum við fegnir að liafa þurt land undir fótum okkar aftur. Dvölin í Noreigi. Eftir að hafa komið sér fyrir á hótelinu, var farið að skoða völlinn, sem við áttum að leika á daginn eftir (Brannstadion). Daginn eftir býður „Djerv“ okk- ur í ökuferð, til að sýna okkur Bergen og nágrenni. Er farið um Sandviken og Munkebotn, sem eru ljómandi fagrir staðir með víðsýni um Bergensfjörðinn. Skoðuð var ennfremur „Fan- tofts“-kirkja, ein af þessum gömlu, sérkennilegu „minjagrip- um“ frá 11. öld. Að þessari öku- ferð lokinni, sem var hinn prýði- legasta, var farið upp á „Flojen“, sem er fjall, sem Bergen stendur við. Er það 320 m. hátt og er þaðan gott útsýni yfir Bergen, enda fara þangað allir, sem Ber- gen gista. Farartækið er vagn á spori, sem drattast ujip lilíðina, sem er mjög brött. Vagnarnir eru tveir og þegar annar fer upp, fer hinn niður og er virtaug um 850 m. löng, sem þeir hanga i, livor fyrir sig. Ferðalagið í vagni þess- um er mjög æfintýralegt. Áður en kappleikurinn hófst, afhenti fyrirliði „Djerv“ Val fána „Djerv“ á stöng, til minningar um leikinn. Því næst var leikinn íslenski þjóðsöngurinn og svo sá norski. Setti þetta mikinn hátiða- svip á kveldið. Leilcurinn endaði með sigri „Djerv“ -— 5:1, en gef- ur þó ekki rétta hugmynd um leikinn, enda voru blaðadómar góðir1). Á eftir komu báðir flokk- arnir saman á Hótel Rósenkrantz og ræddu saman. Flutti Sveinn Zoéga ræðu fyrir Vals liönd, sem form. „Djerv“ þakkaði með mörg- um fögrum orðum. Árla næsta morguns rennur brautin af stað áleiðis til Dram- men. Glaðasólskin er allan dag- inn, svo þessi ef til vill einhver fegursta járnbrautarleið á Norð- urlöndum, naut sin til fulls. Þess- ir 492 km., sem brautin þýtur gegnum græna skóga fyrst, svo liækkandi upp í snjó og ef svo mætti segja vetrarríki um mitt sumarið, eru fljótir að liða. Gegn- um 184 jarðgöng og yfirbygging- ar þeysist lestin. Yfirbyggingar þessar þekja 73,5 km. af allri leiðinni, og lengstu jarðgöngin eru 5,3 km. (Gravorhalstunnel). I fyrstu bregður manni þegar al- dimt verður og gufan úr eim- vagninum þrýstir sér inn í vagn- ana; en þetta venst og mönnum lærist að loka gluggunum. Hæðst kemst lestin í 1301 m. yfir sjó. Fegurðinni og tilbreyt- ingunni er ekki hægt að lýsa i fáum orðum. Það væri nóg í langa grein. Þegar komið er til Hönefoss er skift um lest og hald- ið til Drammen. Kl. 8,45 e. h. 1) Á öSrum stað í blaSinu eru tekn- ir útdrættir úr þeim. Vilh. Finsen fulltrúi. staðnæmist leslin í Drammen. Þar er tekið á móti okkur af form. „Dravns“, verkfr. Harald Jensrud. Var þaðan haldið til „Victoríu- hótels“. Gengið til snæðings og síðan til náða og voru menn hvíldinni fegnir. Morguninn eft- ir kom vinur okkar Jensrud og fór með okkur lil vallarins, sem við áttum að leika á; var það grasvöllur ágætur. Þaðan er hald- ið dálítið um bæinn, sem er á stærð við Reykjavík, viðkunnan- legur og aðlaðandi. Hann liggur milli tveggja skógivaxinna lilíða, en á (Drammenselve) liðast liægt og rólega gegnum bæinn. Um kveldið fór fram kappleikur við „Dravn“, sem endaði með sigri þeirra — 4:1. Var leikurinn vel leikinn og vantaði okkur þá, eins og svo oft fyr og síðar, skothæfni. Blaðadómar voru hlýlegir og góð- ir. Á eftir færði „Dravn“ Val „Dravns Diplom“ til minningar um kappleikinn og komuna til Drammen. Næsti dagur er notaður til að skoða Drammen og njóta góða veðursins og fegurðarinnar, en um kveldið bauð Jensrud okkur að liorfa á kappleik milli Dram- mens Boldklub með styrktu liði og liðs frá Tékkóslóvakíu, „Klad- no“. Oslo prinsessa opnaði leik- inn. Við vissum ekkert hvernig tíminn leið, því þarna sáum við sanna knattspyrnu í fyrsta skifti á æfinni, sérstaklega af hálfu

x

Valur 25 ára

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valur 25 ára
https://timarit.is/publication/624

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.