Valur 25 ára - 11.05.1936, Síða 42
42
VALUR 25 ÁRA
1911—1936
UTANFÖRIN 1935.
Frh. af bls. 36.
Frá Oslo til Kaupmannahafnar.
Dagarnir hafa liðið hraðar en
við vissum af. Það er kominn 28.
júní. Jámhrautarlestin líður af
stað áleiðis til Khafnar. Stöðugt
sólskin og góðviðri gerði dvölina
og landið fegurra og ógleyman-
legra. Við kveðjum Noreg og Svi-
þjóð tekur við, láglendari og
gróðursælli og búsældarleg, með
hálsum og hæðum, bændabýlum
og þorpum. Eins og ormur skríð-
ur lestin áfram, en staðnæmist
öðru hvoru, þar sem fólk fer og
kemur. Gautaborg er stærsti við-
komustaðurinn á leiðinni, en við-
dvölin er of stutt. Inn í ferjuna
milli Helsingborgar og Helsingja-
eyrar skríður lestin kl. 8 e. h. Til
Kliafnar er komið kl. 10.10 e. h.
Var þar forkunnarvel tekið á
móti okkur af K.F.U.M.-vinum
okkar frá 1931 og 1933.
I húsi K.F.U.M. fór fram mót-
tökusamsæti, þar sem form.
K.F.U.M.s Boldklub bauð okkur
hjartanlega velkomna, og mint-
ist með hlýju og vinsemd Rvíkur
og íslands, og þeirra daga, sem
félag hans dvaldi hér 1933. Sv.
Zoéga þakkaði með stuttri ræðu.
Eftir að hafa móttekið prýðilega
samið „prógram“ yfir dvölina i
Höfn, og etið nægju okkar, var
gengið til náða. Var búið um okk-
ur í húsi K.F.U.M., og leið okk-
ur þar ágætlega.
Daginn eftir bauð H.I.K. okk-
ur í dýragarðinn, sem er ógleym-
anlegur, vegna tilbreytinganna í
dýraríkinu, sem mönnunum hafði
tekist að safna á einn stað, og
samræma umhverfið eðli hinna
„heitu“ og „köldu“ dýra. Á eftir
er sest að kaffidrykkju í garðin-
um sjálfum, og veitti H.I.K.
Viggo Nielsen, einn af þátttak-
endum K.F.U.M. Boldklub til ís-
lands 1933, var sannkölluð leið-
arstjarna okkar Valsmanna, með-
an við dvöldum í Danmörku,
hugulsamur og skemtilegur í hvi-
vetna. Hann hafði samið hið
ágæta „prógram“, og fylgdist
með okkur allan tímann, ásamt
Komelius Janson, prýðilegum
félaga. Við eigum margar góðar
endurminningar frá hinum frið-
sæla og fullkomna leikvelli K.F.
U.M. í Emdrup, þrátt fyrir tvo
tapaða leiki. Hinn fyrri var á
móti K.F.U.M.’s Boldklub, 4: 2, —
þó gefur ekki rétta hugmynd um
leikinn. Skotmenn okkar voru,
eins og fyr, óvissir. í siðara skift-
ið töpuðum við með 5: 3 móti
K.F.U.M.’s Boldklub, H.I.K. og
Thielsen úr A.B., sameinað lið.
Þessi leikur var betri frá okkar
hálfu, þótt mólherjar væru sterk-
ari.
Alstaðar mættum við vináttu
og var farið með okkur eins og
þjóðhöfðingja. Félagakvöldið,
maður með manni, var skemtilegt
og skapar nána kynningu; einmitt
það hlutverk, sem þjóðirnar
þurfa að vinna meira að til að
komast nær hver annari með
bróðurliug. Eftir kvöldið höfðu
allir skemt sér best!
Göngufedðin mn „Amalien-
horgplads“, þar sem aðsetur kon-
ungs Islands og Danmerkur, af
guðs náð o. s. frv., er. Langalína
og sjóleiðin til baka um spegil-
sléttan sjávarflötinn. Grundtvigs-
kirkjan, hið glæsilega „minnis-
merki“. Ráðhúsið, með öllum
þeim minjum, sem það hefir að
geyma, ásamt útsýninu úr turn-
inum yfir stærstu borg Norður-
landa, í glaða sólskin.i Alt þetta
veku'r þægilegar endurminning-
ar svo árum skiftir.
Sveinn Björnsson sendiherra
hauð okkur heim til veislu. Var
setið þar alllengi í góðu yfirlæti.
Þakkaði Sveinn Zoéga fyrir Val
með ræðu, en Viggo Nielsen fyr-
ir K.F.U.M. Gáfum við svo þessu
ágæta heimili, sem tekið liafði
svo vel á móti olckur, „íslenskt
húrra“, en sendiherra kvaddi
okkur því næst með nokkrum
hlýjum orðum og árnaði okkur
allra heilla.
Sívali turninn 35 m. hái, stiga-
lausi og lyftulausi, en með hring-
gangi upp, vakti athygli okkar.
Thorvaldsen’s listasafnið, með öll
sín listaverk, sem fá líf þegar á
þau er horft, og hafa mál, þótt
þau þegi, mótaðist í undirvitund
okkar. „Glypothekið“, þetta tal-
andi listanna tákn, frá gömlum
og nýjum timum, gleymist seint.
Um þessar mundir hélt K.F.U.
M.’s Boldklub upp á 36 ára af-
mæli sitt. Fór það fram í sumar-
skála í Dyreliaven. Var Valur þar
boðinn, en þvi miður var veðrið
ekki gott, svo útiverunnar var
ekki liægt að njóta, en þarna er
mjög fagurt landslag. Samsætið
var hið besta, og ræður fluttar
og húrrað ýmist 4- eða 6-falt.
Sátu hófið um 80 manns, og var
áliðið kvölds, er komið var heim.
— I Hróarskeldu hafði verið á-
kveðið að leika, og var tækifærið
notað til að skoða hina frægu
dómkirkju, sem er ákaflega
merkileg. Þar liggja i gröfum sín-
um konungar Dana. Elsti liluti
kirkjunnar er 700 ára gamall, en
liún öll prýdd málverkum og
höggmyndum. Kappleiknum lauk
með jafntefli, 2: 2. Voru þessir
leikmenn miklu liarðari en aðrir,
er við höfðum mætt. Var þá kapp-
leikunum lokið, 6 að tölu. Höfð-
um við sett 12 mörk, en fengið
25.
Okkur var boðið að sjá hinar
stórfeldu „Tuborg“ ölverksmiðj-
ur, og á eftir að smakka i rik-
um mæli á framleiðslunni, i sam-
komusal verksmiðjunnar. Þar
voru þá fyrir 3 flokkar: frá
Bandarikjunum, Skotlandi og
Danir frá Suður-Jótlandi, og þeir
fjórðu, sem settust að borðum í
þetta sama sinn voru íslending-
ar, og var óspart veitt, og meðan
setið var að drykkju, var sýnd
kvilcmynd. Þegar allir höfðu
drukkið nægju sina, tóku flokk-
arnir að syngja hver sinn þjóð-
söng, eins og lil að kynna sig
hver öðrum, og tókst okkur að
vekja alveg sérstaka athygli á
okkar söng, enda höfðum við
góðum söngmönnum á að skipa,
og lagið þekkja allir. Forstjóran-
um, sem tók á móti okkur og
kvaddi, gáfum við glaðvært,kröft-
ugt islenskt húrra, svo og fylgd-
armanni okkar. Á leiðinni heim
var komið við í sundhöllinni og
á leikvanginum (Stadion), sem
hvorttveggja er mjög fullkomið.