Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 21

Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 21
VAR GLEÐIN SÖNN? Eftir Onnu Sigurðardóttur í dag er það tveggja ára, óskabarnið okkar, hið unga íslenzka lýðveldi. Fyrir tveim árum gladdist þjóðin. Hún gladdist yfir frelsinu, sem hún hafði öðlazt. Hún gladdist yfir óskabarninu sínu. Þegar barn fæðist, þarfnast það mjög ná- kvæmrar aðhlynningar. Venjulega hugsar móðir- in fyrst og fremst um alla líkamlega aðbúð, en sál barnsins þarfnast engu síður aðhlynningar. Sálfræðingar telja, að fyrstu árin séu einna mik- ilvægust fyrir árangurinn af uppeldi barnsins, og þá einkum 2—3 fyrstu árin, áður en hið raun- verulega siðferðilega uppeldi hefst. Á 2—3 fyrstu árunum getur sál barnsins mætt slíkri meðferð, að aldrei verði úr bætt, og er þar oft um að kenna, að minni hins fullorðna manns nær svo sjaldan aftur til þessa aldurskeiðs. Hafi barnið orðið fyrir þungri raun, er mikils um vert, að það fái munað atburðinn, svo að hin geigvænlegu áhrif hans fái eigi grafið sig um of í dulvitund þess og þannig haft hinar alvarlegustu afleið- ingar. Höfum við nú hlynnt að óskabarninu okkar sem ber? Höfum við gætt þess sem skyldi, að sál þess hafi ekki fengið nein áföll, sem geti orðið því til tjóns í framtíðinni? Hefur ekki eitthvað skeð, sem orðið getur skað- vænlegt hinu unga lífi þess? Hið illa og góða með þjóðinni hefur nú þegar á þessum tveim fyrstu árum tilveru hins íslenzka lýðveldis orðið að heyja harða baráttu. Annarleg öfl, sem skerða vilja frelsi lýðveldisins unga, svo að það að lokum, kannski raunar mjög bráðlega, verði afmáð úr samfélagi við önnur frjáls ríki, hafa gerzt áleitin. Þjóðarsábn líður og sál óska- barnsins okkar er í hættu stödd. Andstæð öfl tak- ast á. Annað aflið er hið sanna, sem lýðveldið á tilveru sína að þakka, en hitt er það, sem réð örlögum Islendinga árið 1262. Það er næsta und- arlegt, að slíkt afl skuli ekki hafa eyðzt með öllu á næstum 700 árum. Otrúlegt er ananð en að aflið frá 1944 verði yfirsterkara, þar sem frelsi og sjálfstæði hins unga lýðveldis er í veði. Eg sagði áðan, að fyrir tveim árum hafi ís- lenzka jjjóðin glaðzt yfir óskabarninu sínu, liinu nýstofnaða lýðveldi. Var það Joá ekki sönn gleði, sem ríkti 17. júní 1944? Ég held, að þá hafi eng- inn efazt um ])að. Gleðin var sönn hjá þeim, sem skildu yfir hverju þeir glöddust, hjá þeim, sem skildu frelsisbaráttu liðinna kynslóða og trúðu á land sitt og })jóð. Hinir hrifust af gleði hinna glöðu. Þeir skynjuðu gleði Jjeirra og voru einnig glaðir. Orsök gleði þeirra var múgsefjun. Enn á ný hafa þeir látið sefjast, af því að þeir skilja ekki hvers virði frelsið og ættjörðin er. Þeir meta frelsið og ættjörðina að engu, ef þeir vita af gulli á hinu leitinu, eins og stúlka, sem tekur ríkan karlfausk, sem býður henni gull og græna skóga, fram yfir ungan elskhuga sinn, sem í brúðargjöf getur fært henni ást sína, lífsþrótt og framtíðarvonir. Almenningsálitið dæmir slík- ar stúlkur. Við verðum einnig dæmd af almenn- ingsálitinu í umheiminum, þó alveg sérstaklega á Norðurlöndum, ef við veljum sem hún. Við verð- um dæmd, ef við viljum farga frelsinu fyrir gull og ímyndað öryggi. Þessir atburðir og þessi innri barátta þjóðarsál- arinnar mega ekki falla í gleymsku. Ekki vegna þess, að það sé æskilegt, að ævarandi skuggi falli á núlifandi kynslóð, heldur til þess að verða til varnaðar komandi kynslóðum. Það er gott til þess að vita, að það er einkum æskan, menntamennirnir og þær stéttir, sem mest hafa þurft að berjast fyrir tilveru sinni og af- MELKORKA 53

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.