Melkorka - 01.12.1946, Qupperneq 22

Melkorka - 01.12.1946, Qupperneq 22
 ViS nl])ingishúsiS 17. júní 1944. komu, sem nú bera uppi merki gleðinnar og trú- arinnar frá 17. júní 1944. Það eru þeir, sem vilja vernda fjöregg þjóðarinnar. Æskan og frelsið eru fjöregg þjóðarinnar og menntunin máttur hennar. Með aukinni alþýðumenntun óx frelsis- þráin og sjálfstæðisbaráttan varð markvissari og að lokum var takmarkinu náð. Stofnun lýðveldis- ins var takmark, sem líkja má við fæðinguna í lífi einstaklingsins, því að með því á að hefjast nýtt tímabil, nýtt líf með aukinni menntun og menningu. Frelsið er aðallífskilyrðið. — Sönn menntun og menning þrífst ekki í ánauðarhlekkj- um. I þessu sambandi verður mér á að hugleiða, að ennþá hafa konur ekki hrist af sér ánauðar- hlekkina að fullu, þrátt fyrir nær hundrað ára þrotlausa baráttu. Islenzkar konur hafa í rúm 30 ár haft kosningarétt, svo og ýmis réttindi á við karla á pappírnum. En margs konar annmarkar hafa torveldað þeim að afla sér æskilegrar mennt- unar, svo að þær hafa verið lítt megnugar að not- færa sér þau réttindi. Menntunarleysið hefur dregið úr kjarki þeirra og skilningi á jafnréttis- baráttunni. Það þarf ekki mikla menntun, til þess að gegna almennum húsmóðurstörfum, segir margur. En auðvelt er að sanna, að menntun í þeim efnum er mun nauðsynlegri en í mörgum öðrum. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hve mikils er um vert, að börn og fullorðnir hafi næringarríka og góða fæðu. Ef konan þarf staðgóða menntun, til þess að vinna að líkamlegum vexti barna sinna, 54 /------------------------------------------------- GABRIELA MISTRAL: Vögguljóð Öldurót sjávar svœjist sjáljs síu niði, en. Ijújur minn litli unir Ijóða kliði. Nœturljóð þeyrinn jiylur þöll og hlyni, laujvindi líkt ég vagga litlum syni. Fjarrœn úr liuliðs heimi, heimi draumsins, komin er j)ögn og Jiaggast jrytur glaumsins. FRÍÐA EINARS þýddi. hversu miklu fremur þarf hún þá ekki menntun til hins andlega uppeldisstarfs? Verum þess minnug, að hin uppvaxandi kyn- slóð er fjöregg þjóðarinnar, og að dætur okkar eiga að verða mæður næstu kynslóðar. Því ber að ryðja úr vegi öllum tálmunum, svo að þær allar fá hlotið það uppeldi og þá menntun, sem þær þurfa til þess að ala upp börn lýðveldisins íslenzka í sönnum frelsis- og menningaranda. Hvað er menning manna, ef menntun vantar snót, kvað skáldið. Ef allar íslenzkar konur hafa glaðzt hinni sönnu gleði 17. júní 1944 og eru trúar köllun sinni sem mæður óborinna kynslóða, er ekkert að óttast um örlög íslands, svo fremi vilji þjóð- arinnar verði ekki algjörlega fyrir borð borinn. MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.