Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 3

Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 3
MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjórn: Nanna Ólafsdóttir, Skeggjagötu 1, Reykjavik, simi 3156 • Svafa Þórleifsdóttir, Hjallaveg 14, Reykjavik, sími 6685 Þóra Vigfúsdóttir, Njálsgötu 72, Reykjavik, simi 5199 Útgefandi: Mál og menning AVARP Með þessu hejti hefur Melkorka göngu sina á ný, eftir tveggja ára svefn — misjafnlega vœran — en svefn þó. Fyrrv. ritstjóri, frú Rannveig KristjánscLóttir, hefur látið af ritstjórn, þar eð hún er nú búsett í Sviþóð, en eigi að síður mun hún styrkja ritið með efni, eftir þvi sem við verður komið. Við undirritaðar, sem höfum tekið að okkur ritstjórn Mel- korku, munum liafa hana með liku sniði og áður og mun réttindamálum kvenna helgað allmikið rúm. Að öðru lcyti mun ritið fjalla um hvert það mál, sem varðar konur sér- staklega og sem almenna þjóðfélagsþegna, Aðalmarkmið Melkorku verður að vinna að því, að honur láti sig þjóðmál meiru skipta en verið hefur. Ennþá eru konur alllof hlédrœgar um stjórnmál. Hvort sem það stafar af því, að þœr álíta umrœður karlmanna um þau meiri. en nógar eða þcer telja sig eliki þess umkomnar að skipta sér af þeim, þá er það vist, að við svo búið má ekki standa. Það er trú okkar, að betur mundi fara ef konur tœki sinn hlutfallslega þátt i stjórn opinberra mála og beittu áhrifum sinum á þeim vettvangi, eins og þær gera á heimilunum. Þjóðfélagið er byggt upp af konum \og körlum og því verður beggja sjón- armið að marka hvert mál, svo að vel fari, Heimili, þar sem hjónin eru samhent um stjórnina, er farsœlasta lausnin, sem enn er fundin á sambúð manna. Þjóðfélagið er stœkkuð mynd af heimilinu, og stjórn þess i höndum beggja kynja œtti. einnig að gefa happadrýgsta niðurstöðu, Þjóðfélagið, eins og það er, ber greinilega merki jafnvœgis- leysis, m. a. vegna þess að hlutdeild konunnar i stjórn þess er engin. Það er fullkom- lega óeðlilegt ástand að annar þáttur samfélagsins komi hvergi nálcegt löggjöf og stjórn, Það er von okkar og ósk, að Melkorka megi verða einn þáttur i að vekja konurnar til umhugsunar um vanrœkslu þeirra i þessu efni, og livetja þœr til að liggja ekki. lengur á liði sínu. Viðburðarásin er ör, og það sem ber að gera i dag, má ekki draga til morguns. Konur verða að bregða við skjótt og snúa sér að þvi verkefni, sem framtiðin krefst. af þeim, að þœr kynni sér vandamál þjóðarbúsins og leysi þau ásamt með karlmönnunum. Eigi Melkorka að ná tilgangi sínum, er henni þörf á sem viðtækuslu samstarfi við kon- ur um allt land, Þvi vœntum við þess að konur leggi ritinu lið mcð því að senda greinar eða smápistla um hugðarefni sin, og stuðla að útbreið.slu þess. Við teljum vissara að lofa MELKORKA 1

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.