Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 19

Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 19
vel kleift, og sjálfsagt að gera sem fyrst, að afnema öll þau lagaákvæði, sem eru þess eðl- is, að karl og kona hafa eigi jafnan rétt. Von- andi lætur ríkisstjórnin fljótlega rannsaka, iive víða í eldri lögum slík ákvæði standa, til þess að geta fjarlægt þau, og auk þess bætt við ákvæðunt, er að því geti stuðlað að af- nema misrétti, sem garnlar venjur hafa skap- að Svo sem t. d. mismun launa eftir því, livort karl eða kona leysir verkið af hendi eða það ranglæti, að ittegja hæfum umsækj- anda frá stöðu af því, að um konu er að ræða. Hér er ekki um hagsmunamál kvenna einna að ræða nerna að nokkru leyti. Það eru hagsmunir þjóðfélagsins alls og upp- fylling mannréttindahugsjónarinnar, sem er aðalatriðið. Enginn, hvorki karl né kona, er alger né fullkominn. Rætist því enn hið fornkveðna að „betur sjá augu en auga“. Hitt er og á hvers manns vitorði, að bezt farnast þeim heimilum, þar sem karl og kona starfa sam- an í fullu trausti livort til annars og viður. kenningu þess, að hvort út af fyrir sig geti eigi gert eins vel og bæði til samans. Vafa- laust mundi þjóðarbúskapur vor Islendinga taka stakkaskiptum til hins betra, ef slíkt samstarf karla og kvenna tækist þar einnig. Krafa kvenna er ekki krafa um yfirráð. Hún er aðeins sú, að öðlast fullkomna möguleika til þess að standa þar í fylkingu, sem hugur og hæfileikar standa til, að fá möguleika til að eiga hlutdeild í áhyggjum og erfiði Jrjóð- málanna og að hvergi sé til í lögum sá stafur, er ætli konum í nokkru minni hlut en körl- um. Krafa kvenna er í stuttu niáli: Jafnrétti. Lagafrumvarp Hannibals Valdimarsson- ar, sem grein Jressi fjallar um, er ný hvatn- ing til allra kvenna og karla, er sönnum mannréttindum unna, að vinna sem ötul- legast að [wí, að sá tírni renni sem fyrst yfir Jressa þjóð, að ekki sé fyrst spurt, hvort karl eða kona skipi þessa eða hina stöðu, held.ur verði það talið aðalatriði, að valinn maður sé þar, hvoru kyninu sem hann tilheyrir. BRÉF TIL LESENDANNA Eftir Þárunni Magnúsdóttur rithöf. Það var reglulega fjörgandi að heyra Jrað mitt í þessum sálardrepandi vorharðindum og óáran, að í ráði sé að gefa Melkorku út á ný. Það verður bæði hollt og hressandi að heyra rödd hennar til hvatningar, fræðslu og skemmtunar, og Jreint atorkusömu kon- um, sem standa að útgáfunni, óska ég ár- angursríks starfs. Nú ættum við, íslenzkar konur, að láta ásannast að við séum menn til að hlúa svo að þessu riti, að það hljóti liraða og örugga útbreiðslu, verði vaxandi rit, sem víða kem- ur við, og verði sterkur þáttur í lífi okkar. Við þurfum þess allar nteð að við okkur sé ýtt, svo að við sökkvum ekki á bólakaf í sinnuleysisfenið. Málefni, sem reifuð eru í ritum kvenna, eiga vafalaust greiðari leið að okkur flestum og snerta okkur dýþ’ra en Jrað, sent birtist í rammpólitískum blöðum, sem karlmenn stjórna og skrifa því nær einvörðungu; þeirra leiðir eru sjaldnast þær leiðir, sem okkur er eiginlegast að ganga. Þær konur, sem lítt hafa vanizt pólitískum ærslum og undarlegum veðrabrigðum Jrjóð- lífsins, rnissa átta í öllurn ósköpunum, finna ekki kjarna málefna, vita ei livers biðja ber né hvernig finna megi rétta stefnu. Sjálfs er höndin hollust, konum er Jrví MELKORKA 17

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.