Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 24
ÍSLENZKAR HAN
Útsaumuð ábreiða í Victoria and Al-
bert Museum, Kensington í Lundúnum.
Saumuð um 1700 af Þorbjörgu, konu
Páls lögmanns Vídalíns, eins og versið á
ábreiðunni ber með sér (það er prentað
í Vísnakveri lians bls. 61):
Herrann geli þér hæga að fá
hvíkl í rekkju þinni
áklæði þetta Þorbjörg á
þelað með hendi sinni.
Útrennsluna, þá ung var mey
efnaði teitur svanni
bekkina gerði gullhlaðsey
gefin til ektamanni.
Innan bekkjar allan fans
eftir fornu ráði
en að tilsögn ektamanns
orðin kvendið skráði.
Myndirnar sýna Abraham og ísak, inn-
reið Krists í Jerúsalem, Móses og Faraó
og Móses með lagaspjöldin.
Altarisklæði úr Reykjahlíðarkirkju.
Útsaumað á léreft með ullarbandi.
Myndirnar sýna: Fæðing Maríu, 2) María
fer í musterið, 3) trúlofun Maríu, 4) boð-
unin, 5) fæðing Jesú, 6) engill boðar
hjarðmönnunum fæðinguna, 7) hreinsun
Maríu, 8) vitringarnir frá Austurlönd-
um, 9) flóttinn til Egyptalands. Klæðið
er ekki yngra en frá 14. öld.
22
MELKORKA