Melkorka - 01.06.1949, Blaðsíða 31
hefur skáldkonan búið hana þvílíkum töfr-
um, að menn fá nauðugir viljugir samúð
með henni.
En mesta rækt hefur skáldkonan lagt við
að lýsa aðalpersónunni, bankastjóranum
Jacob Cottonn og leitazt við að sýna rök
gerða lians eða aðgerðarleysis.
Hann er auðmannssonur og framtíð hans
er ákvörðuð, þar sem hann er einkasonur
mikils fjáraflamanns. Áður en liann er að
fullu og öllu lokaður inni í fjármálaheim-
inum leggur hann leið sína til Frakklands.
Þar kynnist liann ungri og elskulegri stúlku,
dóttur landflótta serbnesks prófessors, er
vinnur að þýðingum, meðal annars á verk-
um Karls Marx. Um þau safnast hópur
ungúa landflótta sósíalista eins og þeir gerð-
ust fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Auðmanns-
sonurinn sænski heillast af hinu framandi
og viðkunnanlega umhverfi, fær ást á stúlk-
unni og veltir því fyrir sér í örvílnan,
hvernig liann geti sameinað ávinninginn
af þessu bóhemlífi án þess að segja að fullu
skilið við fortíð sína. Þegar liann er í þess-
um vanda staddur, fær liann skeyti um
dauða föður síns. Hann er kallaður heim,
og þau miklu verkefni, sem þar bíða hans,
koma lionum til að gleyma að nokkru leyti
dvölinni í París. Mærin unga og stórlynda
gengur að eiga franskan rithöfund, son
sinn og Jacobs Cottonns hefur hún með sér.
Hinum sænska auðmanni er ókunnugt um
þennan son sinn, enda hefði vitneskjan um
liann kontið ójrægilega við hann.
Er hann hefur kvongazt fallegri stúlku
úr aðalsstétt, gerir hann sér æ rneir far um
að ganga vel fram í þjónustunni við auð-
valdsskipulagið. Þó varðveitir hann brot
af þeim sósíalistisku lærdómum, er hann
hafði öðlazt í París, en ávextir þeirra sjást
aðeins í umbótum á verkamannabústöðum
og þessháttar. En Marika Stiernstedt lætur
honum verða óþyrmilega bilt við, er hann
sér í herbergi yngri sonar síns stóra aug-
lýsingu um umræðulund í Clarté: Sósíal-
isminn, frelsishreyfing. Afleiðingin af þessu
„taugaáfalli“, þannig er það látið vera í
bókinni, verður þó ekki önnur en sú, að
hann lætur semja nýja erfðaskrá og minnk-
ar hlut konu sinnar og barna í arfinum, og
á sextugsafmælinu heldur hann langa,
Jrvælukennda, en samúðarfulla ræðu um
ófullkomleik sjálfs sín. Hann er truflaður í
ræðunni, áður en hann neyðist til að tengja
saman hinar dreifðu hugsanir sínar. Til-
kynning kernur símleiðis um lát dóttur
hans. Aftur er það dauðsfall, sem leysir
Jacob Cottonn frá þeim vanda að taka
ákveðna afstöðu. Kraftar hans bila og á
sjúkrabeðinum sér hann æskuvinu sína aft-
ur, sem nú er hvít fyrir hærum og ber menj-
ar eftir veru sína í þýzkum fangabúðum.
Mikill hluti skáldsögunnar fjallar urri
óhamíngjusamt hjónaband dótturinnar,
sem gift er ungum listsögufræðingi. Ofgnótt
auðsins hvílir á henni sem bölvun og lýs-
ingin á innihaldslausu lífi hennar er gerð
af næmum skilningi. Af skemmtanafýsn
tekur hún að lifa ástalífi með ungum verka-
manni, sem nemur læknisfræði. Eins og
faðir hennar eitt sinn leitaði að mönnum
með hlýrri tilfinningar, stærri hugsjónir en
Jreir, sent hann var vanur að umgangast,
þannig leitar hún andstæðu hins glæsilega,
ruddalega manns síns, hyggst finna liana í
hinum unga læknanema. En hún er ekki
heldur nógu viljasterk til að stíga úrslita.
skref, og eftir að henni hefur lent hatramm-
lega saman við mann sinn, sem notar sér
grimmilega ástand hennar, verður Jtað
skiljanlegt, að sjálfsmorð er eina miskunn-
sarna lausnin á slíku lífi.
Marika Stiernstedt hefur í Jressari bók
lýst yfirstéttinni haturslaust en ásakandi.
Hinum ungu róttæku mönnum hefur hún
lýst af kærleika og lagt rækt við hinar löngu
rökræður þeirra. Tæpast verður sagt, að
hún leggi þeim nein ný lausnarorð á tungu,
en Jrað, að hún eftir svo langa ævi og mikla
reynslu Jrreytist ekki á að boða kyrrlátlega
og án afláts mál réttlætisins, er styrkur fyrir
okkur hin.
MEI.KORKA
29