Melkorka - 01.04.1950, Blaðsíða 8

Melkorka - 01.04.1950, Blaðsíða 8
tryggja þeim, sem versta aðstöðu hafa, þau lágmarkskjör, að lífvænleg geti talizt. Efna- lausar einstæðingsmæður, með börn á fram- færi, eru rneðal þeirra, sem allra versta að- stöðu hafa. Að athuguðu máli munu því tryggingarn- ar.líta á það sem sína fyrstu skyldu, að tryggja þeim lífvænleg kjör barnanna vegna.“ í 1. h.efti 4. árg. Melkorku (1947) var grein eftir Katrínu Pálsdóttur, formann Mæðrafélagsins í Reykjavík, um trygginga- MENNTUN löggjöfina. Sú grein veitir góðar upplýsing- ar um einstök atriði löggjafarinnar og er lesandanum ráðlagt að lesa liana ef hann vill fræðast um þessa merku löggjöf. Vegna rúmleysis hefur aðeins verið stikl- að á fáu einu í sambandi við tryggingalög- gjöfina, en þar eð frv. um breyting á þess- um lögum liggur nú fyrir Alþingi vildi ég með jiessari sundurlausu greinargerð vekja athygli kvenna almennt á mikilvægi jress fyrir Jrær sjálfar, hvernig afgreiðslu frv. fær í þinginu. MENNING Eftir Aðalbjörgu Sigurðardóttur Hvað tákna þessi tvö orð; menntun, menning? Ágreiningur mun enginn verða um fyrra orðið. Það táknar Jrekkingu, bók- lega fyrst og fremst, í vitund íslendingsins að minnsta kosti. Þó munu flestir nú orðið viðurkenna í orði nauðsyn verklegrar menntunar við hlið þeirrar bóklegu sem al- gerlega nauðsynlega í nútíma þjóðfélagi, er fylgjast vill með tímanum. Vér íslendingar höfum á tveim síðustu mannsöldrum horft okkur ltlinda á hina leiftrandi mennta- gyðju. Hún var í æsku okkar, sem nú erum frá 50—60 ára, draumadísin, inntak óska okkar og vona: Menntað ísland, margir skól- ar, mikil þekking, og ísland myndi taka sér þá stöðu, sem því bar samkvæmt sögu og uppruna, meðal fremstu menningarþjóða heims. En hvað er jrá menning, og hvað jrarf til jæss að geta talizt menningarþjóð? Um það munu verða skiptari skoðanir. Er menning- in ekkert annað en þekking, eða hvað? Ekki mun um það deilt, að Þjóðverjar voru urn langt skeið ein hin menntaðasta jijóð ver- aldar, en viljum vér viðurkenna sem eftir- sóknarverða menningu hryðjuverk nasism- ans og villimannlega grimmd. Japanir um- steyptu á stuttum tíma þjóðháttum sínum og viðhorfum eftir vestrænum menntafyrir- myndum. Færði Jrað Jrjóðinni aukna menn- ingu og lífshamingju? Kaþólska kirkjan hafði lengi vel mest ráð á þeim menntatækj- um og bóklegri þekkingu, sem þá var kunn í hinum kristna heirni. Þó urðu Jrað einmitt þær þjóðir, sem brutust undan valdi henn- ar, sem forustuna tóku sem menningarþjóð- ir, er reyndu að veita þegnunum tækifæri til mannsæmandi lífs. Líkt þessu mætti leugi telja, en er ekki hægt. í þessari stuttu grein. F.n hvað er þá menning? Um Jrað hugtak má sjálfsagt lengi deila, en ég mundi vilja telja hana nokkurs konar samstillingu hjarta og heila. Þekking og vit tekið í þjón- ustu mannúðar og lífselsku af ósjálfráðri innri hvöt. Við, sem lifað höfum tvær heims- styrjaldir, enda Jrótt hörmungar þeirra kæmu tiltölulega létt niður á okkur íslend- ingum, ættum að vera farin að skilja Jrað, að vísindi og tækni gera hvorki einstaklinga G MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.