Melkorka - 01.04.1950, Blaðsíða 9

Melkorka - 01.04.1950, Blaðsíða 9
né þjóðir sælar, ef þekkingunni er ekki stjórnað af kærleiksríku hjarta, sem á heim- inn allan að föðurlandi og mannkyn allt að bræðrum og systrum. Svo er nú hka komið, að takist ekki að sameina þetta tvennt, hjartað og heilann, munu dagar mannkyns brátt taldir. Hér skal nú ekki farið lengra út í að ræða menntaviðhorf á heimsmælikvarða, heldur snúið að heimilum og einstaklingum hér á voru landi, íslandi. Miklar eru orðnar menntaframfarir vorar á síðustu manns- öldrum, bæði bóklegar og verklegar. Vissu- lega hefur liagur þóðarinnar batnað að sama skapi, lífsþægindi aukizt, afkoman orð- ið auðveldari, möguleikar til lífsnautna, bæði lieilbrigðra og óhollra, margfaldazt. En hefur lífshamingja einstaklingsins aukizt að sama skapi, og livað rnyndi það lielzt vera, sem enginn getur vcrið án, sem hamingju- samur á að heita? Það er að vísu vitað mál, að mennirnir sækjast eftir hinum ytri gæðum lífsins, sem þekking og tækni getur verið iykillinn að. Jafnvíst er það, að liægt er að vera óham- ingjusamur, þó manninum liafi fallið þau <)11 í skaut í ríkum rnæli. Tökum t. d. heim- ili, þar sem allt er með hinum fullkomnasta glæsibrag nútíma tækni og þæginda, og eng- inn skortur á neinu. Börnin Iiafa notið hinnar beztu menntunar, og standa allir vegir opnir til áframhaldandi gengis og vel- sældar. En á þessu heimili er ef til vill hver höndin upp á móti annarri, enginn tekur tillit til annars, heldur fer sínu fram, og kærir sig ekki þó lífsvenjur hans baki öðr- um óþægindi. Önuglyndi og illdeilur innan fjölskyldunnar er daglegt brauð, jafnvel leitað að sáryrðum til þess að ná sér sem bezt niðri á þeim, sem átt er í höggi við í það og jrað skiptið. Ég myndi segja, að þetta heimili væri menntað, en menningarsnautt. Líklega er lífshamingja mannsins engu eins háð og því, hvernig honum tekst að lifa með öðrum mönnum og umgangast þá. Sá maður, sem sýnir öðrum ástúð og nær- Litil islenzk telpa i lappa- búningi. gætni, og er hjálpsamur og umburðarlyndur í umgengninni við annað fólk, verður aldrei einmana og heldur aldrei fyllilega óhanr- ingjusamur, því ,,í sama mæli og þú mælir öðrum, mun Jrér aftur mælt verða.“ Dagleg lífshamingja okkar allra byggist að lang- mestu leyti á samlífinu við þá, sem í kring- um okkur eru. Það er í Jressu samlífi, sem menning manna og Jrjóða kemur bezt í ljós. Nú er Jrað fjarri mér að ætla, að Jretta tvennt, menntun og menning, geti ekki far- ið saman. Ég álít einmitt að fegursti ávöxt- ur sannrar menntunar ætti að koma fram sem menning hjartans í daglegri nærgætni og háttprýði, Jrar sem reynt er að kornast hjá að valda öðrum sársauka að gagnslausu. En hefur þjóð vorri tekizt Jretta, hefur menn- ing hennar aukizt að sarna skapi og mennt- unin? Ekki neita ég því, að mannúð liafi að vissu leyti vaxið með þjóðinni, það er t. d. yfirleitt farið betur með skepnur en var áður fyrr. Það er líka farið betur með mun- aðarleysingja og gamalmenni. Sumpart er Jsetta af aukinni þekkingu og þar nteð skiln- ingi, en J)ó sjálfsagt fyrst og fremst af því, að Jrjóðin er ekki eins kvalin af sulti og seyru og áður var, og hefur því efni á því að MELKORKA 7

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.