Melkorka - 01.04.1950, Blaðsíða 12

Melkorka - 01.04.1950, Blaðsíða 12
íslenzkum konum allt það gagn, er liún mátti, auka skilning þeirra og ábyrgðartil- finningu um sérmál sín, og á öllu, er efla mátti veg þeirra og þroska. Og hún átti skýra hugsun og góðan penna. En brautryðj- endastarfið er ekki þakklátt starl, sízt lijá konunum. „Framsókn“, blað þeirra mæðgn- anna Sigríðar Þorsteinsdóttur og Ingibjarg- ar Skaftadóttur kom út aðeins 4 ár í eigu þeirra. „Kvennablað“ Bríetar Bjarnhéðins- dóttur kom út í 25 ár. Og „19. júní“, blað Ingu Lárusdóttur, hlaut að fara sömu leið- ina. Eftir 12 ár hætti það að koma út, vegna fjárskorts, eins og hin blöðin. Mun þetta hafa valdið öllum þessum stórmerku konum miklum vonbrigðum og sársauka. Þótt Inga Lárusdóttir stæði ekki í beinu sambandi við konur landsins með blaði sínu, nema of stutt árabil, var hún alla ævi starfandi að alls konar menningar- og þjóð- þrifamálum. Hún var kennari við Barna- skóla Reykjavíkur og Kvennaskólann árum saman og kenndi auk þess í einkatímum tungumál, listsaum og margs konar hann- yrðir. Bæjarfulltrúi í Reykjavík var hún 1918—1922. í Slysavarnafélaginu vann hún mikið starf fram á síðustu ár. ' Það hefur verið sagt í tveim minningar- greinum um Ingu, hve ólík öðrum hún var í því að gefa. Ég á þar einnig minnisstætt dæmi og segi frá því hér, þar eð báðir aðilar eru fluttir yfir landamærin. Ég var búsett á Akureyri, og Ólöf frá Hlöðum var til heim- ilis hjá mér. Hún hafði mælzt til að fá liúsa- skjól hjá okkur hjónunum. Þennan vetur var hún mjög sjúk, einmana, misskilin og yfirgefin af flestum. Hún var einrænni en nokkurn tíma fyrr og vildi vera sem mest ein í stofunni sinni og bíða þar sinnar hinnztu stundar. Eitt kvöld barst mér bréf frá Ingu Lárusdóttur, og það var ekki svo ótítt, að bréf færu á milli okkar. í þetta sinn hafði hún lagt álitlegan peningaseðil innan í bréfið og undraðist ég það, unz ég kom að þessum kafla í bréfinu: „Ég veit að Ólöf okkar frá Hlöðum býr í húsinu þínu 10 og ég hef líka frétt hvernig henni líður núna. Viltu gera það fyrir mig, að afhenda henni sjálf þetta, sem ég sting innan í bréf- ið og skila kærri kveðju frá mér.“ Ég kveið dálítið fyrir að gera þetta, þekkti stolt og stórlæti Olafar, að hún þoldi enga með- aumkun. Ég fór samt og gerði eins og fyrir mig var lagt. Ég man hve augu Ólafar urðu stór og skær, og andlitsdrættir hennar titr- uðu þegar hún sagði: „Gefur Inga Lára svona? Hún er fæstum konum lík.“ Það var mér hátíðleg stund, er ég sat þarna við rúmið hennar Ólafar. Ég fann, að sálir þessara ólíku og óvenjulegu kvenna mættust á þessu augnabliki, í innilegasta samræmi, — án orða. Það var oftar en í þetta sinn, sem ég varð þess vör um Ingu, hve hún lifði eftir því ósjálfrátt og óvenjulega nákvæmt, að „að- gát skyldi höfð í nærveru sálar.“ Á öðrum tug þessarar aldar, þegar ég kynntist Ingu fyrst og þekkti hana bezt, voru pólitísku línurnar, sent skiptu konum í andstæða l lokka ekki eins skarpar og skýr- ar sem nú á tímum. Ýmislegt varð þó til missættis og að misklíðarefni meðal kvenna. Konurnar voru þá að vakna. Og í meðvit- und minni var Inga Lára ein af þeim kon- um, er mér fannst bezt vakandi og frjáls- lyndust. Hún var heilbrigð, sönn og víðsýn. Þegar Klettafjallaskáldið Stephan G. kom hingað til lands man éj, að fáar konur fögn- uðu honum af heilli hug, né mátu hann meir en Inga Lárusdóttir. Sjást þess glögg merki í blaði hennar „19. júní“, sem ein- mitt þá var að hefja göngu sína. — Vísan hans um menntim er einkennilega sönn skil- greining ;í eðli og persónuleika Ingu Lárus- dóttur: „Þitt er menntað afl og önd eigirðu fram að bjóða: hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða.“ Hún var menntuð kona í þess orðs beztu merkingu. MELKORKA 1

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.