Melkorka - 01.04.1950, Blaðsíða 28

Melkorka - 01.04.1950, Blaðsíða 28
Islenzkur þjóðbúningur Eftir Kristinu Vigfúsdóttur frá Gullberastöðum A. S. skriíar grein í „Melkorku“, desem- berheftið 1949, er hún nefnir „Gamla skaut- ið“. Það er margt gott í þessari grein og rétt. En af því ég er ekki á sama máli um allt í greininni, langar mig að gera dálitlar at- hugasemdir. Það er alveg rétt, að skólarnir ættu að liafa góða aðstöðu til að fræða nemendur sína og vekja hjá þeim áhuga f'yrir öllu þjóðlegu. Það er vonandi að þeir geri jrað. Ungling- arnir hafa ekki allir hugleitt það, liversu dýrmæt eign jrað er fyrir þjóðina að eiga landið sitt, tunguna og bókmenntirnar. Það er líka skemmtilegt að ennþá skuli vera til þjóðbúningur íslenzkra kvenna, og það sérstaklega fallegur þjóðbúningur. Þjóðin má ekki týna neinu af Jæssum verð- mætum, því þá týnir hún sjálfri sér. Það er ekki nóg, að einstöku skóli láti nemendur sína klæðast peysufötum einn dag á ári (en annars sé ég ekkert skrípalegt við þessar myndir af kvennaskólastúlkunum), heldur ættu bæði húsmæðra- og kvennaskólarnir sérstaklega að hvetja nemendur sína til að fá sér t. d. peysuföt og kenna peysufatasaum, t. d. eins og Kvennaskólinn í Reykjavík gerði. Úr því yrðu engin vandræði á að fá saumuð peysuföt. Eins og A. S. tekur fram liefur tízkan alltaf einliver áhrif á Jrjóðbúningana. Þann- ig hefur tízkan breytt gamla skautbúningn- um í nýja skautbúninginn og peysuföt og upphlut. Peysutreyjan er mjög svipuð gömlu skauttreyjunni og pilsið samfellunni. Uppliluturinn er óbreyttur og skuplan er breytt í skotthúfu. Efnið, sem notað er núna í peysufötin er léttara og fallegra en áður. íslenzkt vaðmál og prjónapeysur hafa verið 26 hentug í gamla daga, því þá var þjóöbún- ingurinn notaður bæði sem spari- og lrvers- dagsbúningur. Þá varð fólk að búa í óupp- hituðum húsum og kom jrað sér Jrá vel að hafa eitthvað lilýtt að klæðast í. Nú eru peysufötin saumuð úr klæði eða silkisatíni. Þau eru höfð rýmri en áður, og eru því bæði léttari og þægilegri. Þetta er mikill kostur. Flauelishúfan er í stíl við peysuna, þar sem flauel er bæði á börmum og ermurn peysunnar. Nú er húfan höfð nuklu dýpri en áður og er því hægt að nota hana bæði við stutt og sítt hár. Annars verð- ur hver kona að ráða því sjálf, hvort hún hefur hárið stutt eða sítt, laust, fléttur eða ófléttað. Búningurinn er í sínu gildi fyrir ]>ví. Skotthúfan fer alveg ljómandi vel á ungu stúlkunum með ófléttaða hárið, og nú eru þær vanar síðu kjólunum, svo að núna væri einmitt tilvalið fyrir þær að fá sér peysuföt. Það er að heyra á grein A. S., að hún vil ji láta taka upp gamla skautbúninginn. Það held ég að sé fjarstæða. — Það mætti jrá eins taka upp kirtil og möttul, jrví það eru víst fornari búningar. Ég held að við ættum heldur að halda okkur við peysufötin og J)á nýja skautið (en það verða nú alltaf færri, sem fá sér það). Hún talar um að það verði sjónarsviptir að sjá ekki konu á peysuföt- um eftir 10—20 ár, og svo segir liún síðar í greininni, að satín-peysuföl megi hverfa. Þetta finnst mér hvað á móti öðru. Því rná ekki eins nota satín í peysuföt eins og sam- kvæmiskjóla? Vitanlega verða peysufötin saumuð lielzt. úr Jrví efni, sem fallegt er, alveg eins og samkvæmiskjólarnir, og Jrví sem flutt er til landsins á hverjum tíma. MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.