Melkorka - 01.04.1950, Blaðsíða 29

Melkorka - 01.04.1950, Blaðsíða 29
Peysufötin yrðu lítið eða ekkert dýrari en samkvæmiskjóll. En samkvæmiskjólarnir fara fljótt úr tízku en peysufötin ern alltaf jafntiltæk. Það gengur alveg út í öfgar að elta tízk- una, og það er dýrt og áreiðanlega hafa ekki allar konur efni á því. Núna er talað um gjaldeyrisskort. Það er náttúrlega slæm staðreynd. Gætum \ið ekki sparað land- inu ofurlítinn gjaldeyri, með því að nota þjóðbúning sem sparibúning? En hvað sem því líður, ég trúi því ekki að íslenzkar kon- ur verði svo óþjóðlegar að leggja þjóðbún- inginn niður. Karlmennirnir koma alltaf líkt klæddir á samkomur. Þeir nota sín jakkaföt og stundum kjólföt, þegar meira er við haft. Því getum við þá ekki eins unað við okkar stílhreina og fagra þjóðbúning? Peysufötin mega alls ekki hverfa. Þau fara íslenzkum konum betur en flestir kjólar. í ÚTLÖNDUM Saga eftir Drifu Thoroddsen Það var þegar ég var í B . . . í vesturhluta Suður-S . . ., að ég þurfti á hárþvotti og greiðslu að halda. Ég átti að koma kl. liálf- níu að morgni. Hvernig útkoman yrði var ómögulegt að segja, hárgreiðslustofan var þannig útlítandi, en ég var búin að ákveða tíma áður en ég leit inn. Hárgreiðslukonan sjálf var með hringalokka í enni eins og filmstjörnur frá því 1921, en ég var með hár- klippingu eins og tíðkaðist 1949, svo nærri má geta hvað var í húfi, ég bjóst við að koma eins og steinaldarstelpa út, eða vonaði það frekar en vera bendluð við 1921. Hvers vegna mér datt í hug steinöld var ósköp eðli- legt, í vesturhluta Suður-S. eru ísaldarbung- ur og jökulnúið grjót áberandi, og er eins og ísöld sé nýafstaðin og steinöld ríki. Hvort sti er röðunin í jarðfræðinni er ég búin að gleyma, en ég gerði ráð fyrir j)ví, þá. Hárgreiðslukonan, svei mér ég fer ekki með neina lygi, var alveg eins og smámynd af tröllkvendi, reyndar ekki sérstaklega stór- skorin, en nefið langt og krullaði toppur- inn í enni langur og mjór og lafði fram á nef, tennurnar í neðra gómi virtust bíta yfir tennur efra góms. í miðju kafi sem hún var að þvo á mér hausinn, hljóp litin út á götu til fisksala og kom inn öll löðrandi í fiski. Meðan verið var að lokka mig niðrum allt ennið á la ’21, tókurn við tal sarnan og jrað var ég sem sagði frá allan tímann en hún spnrði. Mikið lannst mér ég skemmtileg. Ég hef verið talin frekar leiðinleg í boðum og meðal S.-búa, en S.-búar hittast aldrei nenia í boðum. Til j^essa hafði ég haldið í mér allri skynsemi minni og allt í einu var álög- unurn rift og ég varð svona líka skemmtileg, fannst mér. Mikið varð ég skemmtileg. Ég get víst aldrei orðið jafnskemmtileg. Það byrjaði auðvitað með íslandi. Er ekki kalt á íslandi? Nei, jrar er svo lilýtt. Hún var svei mér sú eina sem hafði aldrei heyrt um hverina og laugarnar og öll húsin sem eru hituð upp með hveravatni. ,,Kva, heitt vatn í jörðunni?" sagði lnin, „hvurs- igna?“ Hún talaði mállýzku sem enginn hefur heyrt fyrr né síðar. „Það er í öllum eldfjallalöndum." „Eru eldfjöll?" segir hún. „Eru hverirnir j)ar? Niðri í eldfjöllun- um?“ segir luin. „Þar býr fólk?“ spyr hún. „Já,“ segi ég viðutan, með steinöld í huga. „Á Islandi býr fólk.“ melkorka

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.