Melkorka - 01.04.1950, Blaðsíða 30

Melkorka - 01.04.1950, Blaðsíða 30
En það heyrði hún ekki svo óðamála var hún að spyrja. „Er ekki agalegt að búa svona í eldfjalli?" Ég hélt hún væri að spyrja um eldfjallaland og sagði nei, að þar væri gott að búa. Hún setti á mig skítugt handklæði, burstaði mig með skítugum bursta, en klóraði með þó skömminni til hreinni greiðu. „Blása Jrau ekki frá sér við og við?“ spyr Iiún. „Jú, stundum opnast gígir.“ „Opnast gígir? Er fólkið ekki lirætt sem býr niðri í fjöllunum?" Ég var komin út í ógöngur, ég iiafði óvart játað og ekki varð snúið við, auk þess sem ómögulegt var að útskýra fyrirbrigðið á annarlegu máli nema í annarlegri mynd. Mitt eina úrræði var að kjafta mig burt frá því. „Það er þannig: fólkið býr í gígunum, Jreir eru gífurlega stórir. Þar er hvorki lilýtt né kalt. Stjörnuhiminninn er þakið og —“ „Rignir þá ekki inn?“ spyr hún. „Það er hið sniðuga,“ segi ég. „Rigningin Jrornar strax af volga loftinu sem leitar upp úr gígnum og verður að gufu yfir honum. Öðruvísi þekkjum við ekki rigningu.“ „Er þetta satt?“ segir hún. „Mikið erða sniðugt," og hló með neðri gómnum. „Hvar eru svo mublumar. Og ljósin?“ „Ljósin! Gígurinn er allur glóandi á börmunum og það er miklu betra ljós en nokkurs staðar annars staðar. Og kostar ekkert. Ekkert kostar í eldfjallinu. Þegar fjöll gjósa, myndast þær tegundir efna sem bezt eru til liúsgagnagerðar. Þannig eru hús- gögn í gígnum.“ „Hvað borðar svo fólk þarna?“ spyr hún. „Það er hið al-sniðugasta,“ segi ég, „að þar eru til sérstakir eldfjallafuglar sem sitja helzt í velgju og þar eru sérstakar kýr sem hafa ummyndazt við breytt skilyrði, svo- kallaðar gígskýr (á þýzku kraterkuhen), þær lifa á lofttegundnm sem myndazt hafa við gos. % „Hugsa sér,“ sagði liún, „að þetta skuli vera grannland og maður hafi ekki vitað um þetta fyrr.“ „Verst er, segi ég, ef gígur myndast beint niðrundir mönnum, þar sem Jreir standa. Þeir fara þá strax, hviss, hviss, orðnir að nýjum efnasamböndum.“ „Er fólk þarna ekki alltöðruvísi en venju- legt fólk?“ spyr hún og gýtur til mín horn- auga, setur á mig óhreina svuntu með lýsól- lykt, svo mér liggur við viðbjóði. Hún setur hárþurrkuna yl’ir og ég verð eins og saga eftir H. G. Wells. „Fólk er allt, allt öðruvísi,“ arga ég (fólk argar alltaf í hárþurrkum). „Fólk þar eldist ekki.“ Ég heyrði ekki hvort hún sagði nokk- uð og hélt áfram að tala sjálf. Ég hef víst talað gífurlega hátt, ég hef stundum heyrt þær tala upp úr þurrkunarvélum. Ég argaði hugmyndinni út í herbergið og hló æðis- gengið við og við, svo hausinn slagaði inni í hvolfinu. „Á kvöldin förum við lit að „sverma“. Frá öllum gígum nærlendis gægjast upp hausar á fólki sem er að fara að „sverma“, það er svo daðurgjarnt fólk sem í gígnum býr. Þá fara allir dáldinn spöl frá fjallinu sínu og setjast andspænis því, liorfa á livar Jrað rís. Það glóir utan af hraunleðjunni og tindrar allt og titrar þegar hún lneyfist, tifandi demant- ar og rauða gull er fjallið Jrá að utan. Him- inninn er ópallitur við glóð fjallshlíðarinn- ar. Og þarna þruma elskendur í fögru um- hverfi —“ Hún tekur þurrkuna rétt sem snöggvast at’ mér og segir: „Ó, já,“ segir hún, „fólk hér í B . . . er ekki daðurgjarnt. Maður að nafni Jakobsen bauð mér einu sinni í bíó, en Jjað var bara tils að ég skyldi gefa honum permanent á eftir án þess nokkur vissi. Síð- an hef ég ekki séð Jakobsen.” Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að taka þessu og af því að ég hef ekkert að segja l\enni í því sambandi, fer ég víst að hugsa um mataræði og segi tilsisvona: „Fólk lifir á kúm, fuglum, eggjum og grænmeti. Það er svo vísindalegt og flókið 28 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.