Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 4

Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 4
2. Að samcina konur allra landa til stuðnings póli- tískum, efnahagslcgum, lagalegum og Jjjóðfclagslegum réttindum sínum, sem lið í baráttu fyrir félagslegum framförum. 3. Að vernda Jrjóðarheilbrigði, einkum barna. Að skap'a æskufólki Jnoskaskilyrði í samræmi við hæfileika þess. 4. Að styrkja viriáttu og einingu allra kvenna í ver- öldinni. Hér á Islandi var á síðastliðnu ári stofnuð deild í A. L.K. af nokkrum konum og fulltrúum 6 kvennasamtaka í Reykjavík. I>að er ennþá fámennur hópur og mun telja verksvið sitt að vinna fyrst og fremst að friðarhug- sjón. Vonandi líðtir ekki á lörigu, að hvert einasta kven- félag á íslandi á þar fulltrúa. Margir munu nú spyrja: Hvernig getur félagsskapur með slíkri stefnuskrá unnið nokkuð sem að gagni sé, í iieimi, þar scm nálega hver ]>jóð hervæðir sig af kappi innan sinna eigin landamæra, ofurseldar tortryggninni og hraðslunni hver við aðra. — í heimi, ]>ar sem þjóðir, sem húa við ólíkt stjórnarfar, sjá ekkert nothæft í fari hins stjórnarkerfisins, og eru ófáanlegar til tilslökunar í deilumálum, en vígbúast síðan og bera hver á aðra, að andstæðingurinn sé í árásarhug, og ekkert geti stöðvað Jjiiðja heimsstríðið nema óttinn við skæðustu eyðingar- vopn? Fram að heimsstyrjöldinni 1914 voru kjör kvenna með mjög ólíkum hætti og nú er. Óvíða höfðu konur Jrá kosningarétt og til undantekninga mátti það teljast að konur gegndu opinberum störfum, eða jafnvel að giftar konur ynnu utan heimilis, nema J>á í brýnustu nauðsyn, og voru það ]>á nær eingöngu erfiðisstörf, svo sem verksmiðjustörf, hreingerningar eða J>. u. 1., scm í hoði var fyrir konur. Ógiftar stúlkur unnu að visu í viðskiptalífinu, cn ef þær giftu sig, var [>eim nær und- antekningarlaust sagt upp starfi. ]>ær máttu ekki sitja fyrir öðrunt í starfi, ef þær sjálfar höfðti fengið „fyrir- vinnu", eins og kallað var. I fyrri heimsstyrjöldinni breyttist ]>etta mjög. Hin langvinna styrjöld var mannfrek og bæði í styrjaldar- Iöndunum og í þeim framleiðslulöndum, sem studdu styrjaldaraðila þurfti óspart að taka til mannaflans. Hófst þá mikið framboð á vinnu fyrir konur, giftar sem ógiftar. En að þeirri styrjöld lokinni, varð það sama uppi á teningnum og áður. — Konurnar tirðu að hverfa úr atvinnulífinu að miklu leyti fyrst í stað, því þannig er háttað styrjaldarrekstri, að á meðan á ósköpunum stendur, þekkist ekki atvinnuleysi, og gnægð fjár virðist vera fyrir hendi til vopnaframleiðslu og styrjaldarreksturs, en þegar slotar hefst atvinnuleysið venjulcga á ný, og fjárveitingar til uppbyggingar á allri eyðileggingunni skornar við nögl. IConurnar höfðu nú samt sem áðtir kynnzt mætti sín- um. Þær höfðu komizt að raun um, að það var ekki rétt, sem þcim hafði verið talin trú um, að þær gætu ekki staðið í stöðu sinni úti í hinum ýmsu starfsgrein- um þjóðfélagsins, nokkurnveginn á horð við karlmenn, þegar þær aðcins hefðu öðlazt leikni í störfunum. Þær þybbuðust því við enda fengu þær á þessum árum ým- is þau réttindi, sem þeiin áður voru óþekkt, m. a. í sambandi við það, að miklu fleiri konur tóku nú að stunda sérnám og jókst þá tala þeirra kvcnna, sem vegna sérmenntunar sinnar gátu keppt við karla um stöðtir. Þegar scinni heimsstyrjöldin svo skall á, var við- horfið orðið svo breytt konum í vil, að atvinna var op- in á nær ölluin sviðum, enda þörfnuðust þjóðirnar svo mjög vinniikrafts kvenna, að á meðal sjálfra styrjaldar- þjóðanna þóttu konur jafnvel ekki sýna föðurlandi sínu riæga hollustu, ef þær ekki af frjálsum vilja huðu fram þjónustu sína. — Það var því ekkert smáræðisstarfssvið, sem konum var ætlað að fylla á styrjaldarárunum, þar sem barnaupeldið hvíldi að mestu á þeim að auki. Þess vegna cr það einmitt umhyggjan fyrir þeirri kynslóð, sem á að taka við, sem veldur konunum mestum á- hyggjum, og hefur þjappað þeim hezt saman um að reyna nú að hafa áhrif á heimsviðburðina 1 friðarátt. ]>að eru raunar fleiri en konurnar, sem hugsa með ugg og kvíða til þess heims, sem nú fcr verið að byggja upp. Þótt furðu lítið sé minnzt á tvö mál í sambandi við þann heim, er þó varla hægt að ímynda sér, að ekki hvarfli að hverjum hugsandi manni afdrif þeirra rnála hvort heldur við eigum eftir að lifa í vígbúnum heimi tim ófyrirsjáanlegan tíma, nteð óttann í stafni, á svokölluðum friðartímum, eða við horfum fram á orra- hríð nýrrar heimsstyrjaldar. En þessi mál eru hin upp- vaxandi kynslóð, kristindómur og siðgæði. Þegar litið er til uppeldismálanna, er það kunnugt, að kenningar unt aðbúð og uppeldi barnsins, frá því það liggur í vöggu og þar til það kcmst á þroska- skeið ungmennisins, hafa tekið stórfelldum breyting- um. Sálfræðilegar vísindaiðkanir síðari ára sýna fram á mcð óyggjandi rökum, að margskonar misfellur í lífi manna, taugaveiklun og jafnvel afbrotahneigð, eiga rætur sínar að rekja til ótta og rangrar andlegr- ar heilsugæzlu frá harnæsku. Þessu máli til stuðuings nægir að benda á los það, sem grípur um sig á með- al þjóða, sem eiga í styrjöldum, og eru nærtæk dæmiri frá síðustu heimsstyrjöld, jafnvel hjá okkar eigin þjóð, sem þó var svo lánsöm að standa utan við átökin í það sinn. Við nánari athugun er þetta fyrirbæri eðlilegt. í öryggisleysinu verða menn kæru- lausari um andlega og líkatnlega velferð sína. Notkun nautnalyfja margfaldast, taugaveiklun, geðveiki, kyn- ferðissjúkdómar og afbrot færast í aukana. Þessum stað- reyndum þýðir ckki að neita, skýrslur liggja fyrir hjá öllum styrjaklarþjóðum um þetta, og hefur ]>ó allt ver- ið barnaleikur, bæði hvað vígbúnað og styrjaldarógnir snertir, miðað við það, scm okkur er hoðað, að komið geti fyrir í kjarnorkustyrjöld. Það, scm einna alvarleg- ast cr í þessu tnáli, er |>að, að þetta los grípur ekki 2 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.