Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 5

Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 5
ANNA BORG hin fra’ga vinsccla leikkona Iwfur dvaliö i Reykjavik undanfariÖ og leikið sem gestur ÞjáÖleikhússins aÖalhlutvcrk i Heilagri Jóhönnu eftir Bernard Shaw. Fyrir alla [>d sem dá listakonuna Önnu Borg er [>að óblandin dna'gja að fd að heyra hana leika d móÖurmdli sínu og vonandi fdum við fljótt aftur þennan góða gest í heimsákn. livað sízt um sig meðal unglinga, vart komnum af barnsaldri. I>að er óttinn, sem knýr fólkið til þess að njóta líðandi stundar, þótt dýrkeypt sé, og börnin feta í fótsporin. Loks er það, að undir ofurþunga styrjalda og liervæðinga sjá forráðamenn þjóða sér varla fært annað en að slaka á í siðgæðiskröfum til fólksins, svo að eitthvað sé gefið i stað þess, sem lekið cr. Hvað kristindóminum viðvíkur, verður ekki hjá því komizt, að varpa fram þeirri spurningu: Hvernig er hugsanlegt, að þjóðir, sem játast undir kenningu mannsins sem hafði að ávarpsorðum „friður sé með yður", geti til lengdar talið sig kristnar, og borið kenn- inguna áfram til komandi kynslóða, um leið og ]>ær standa hervæddar frá hvirfli til ilja og fórna herguðin- um störfum og fjárhæðum, sem hver skyni borinn mað- ur sér að nota ætti til uppbyggingar og friðarstarfa á milli þjóða. Þýzkaland var ljóst dæmi þess, að kenning- ar Krists og hervæðing gátu ekki farið saman. I’ví meir sem þýzka þjóðin hervæddist, því meir þvarr kristin- dómurinn í því landi. Árangurinn kom líka fljótt í ljós. Mennirnir, sem afvegaleiddu þjóð sína frá kristi- legu siðga'ði, stóðu seinna að stórfelldasta fangabúðar- rekstri og kynþáttakúgun, sem sögur fara af. Ég tel ó- þarft að fjölyrða meir um þetta tr.ál, cn bið hlustendur mína að íhuga það öfgalaust. Ég hef áður innt að þess- um málum í sambandi við kristna trú hér á landi, og ég geri það enn. því mér virðist íslenzka kirkjan ekki vera nógu vakandi fyrir þeirri geysihættu, sem hún nú er stödd í, hættunni á því, að þjóðin missi trúna á Guð sinn og boðbera hans, af því að kenningar kirkjunnar eru í ósamræmi við gerðir þjóða, sem telja sig vera kristnar. Frá alda öðli hefur þvf verið haldið að konunni — og það ekki sízt af karlmönnum —, að hennar staður sé ar- inn heimilisins og að hennar starf sé fyrst og fremst að sá fræjum siðgæðis og guðstrúar í sálu barnanna. Þetta er satt og rétt. Ekkert hlutskipti getur verið fegurra en það að móta barnssálina til góðra dyggða og veita barni MELKORKA 3

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.