Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 6

Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 6
og ungmenni óttalausa, he'ilbrigða og glaða æsku. Þetta er einmitt það, sem konur um allan heim, af hinum ólíkustu lífsskoðunum, vilja vinna að því að gera. En þær eru ekki fúsar til þess að afhenda ungmenni sín í greipar vopnavaldsins, hcldur vilja þær freista þess að sk'apa heilbrigðari og réttlátari hcim en nú er, heim, sem nótar fjármagn sitt til þess að vinna bug á skorti, þar sem öllum mannanna börnum getur liðið vel í samlyndi. hær vilja ekki lengur horfa á eftir feðrum, bræðrum, sonum, unnustum og eiginmönnum hverfa til vígvallanna, þar sem bíður þeirra annað tveggja, að tortímast eða tortíma öðrum. Þrátt fyrir dimmar blikur á lofti hafa kvennasamtök heimsins þó ekki misst alla von. Undanfarna tnánuði hafa þeim bætzt sterkir liðsmenn hvaðanæva. Öflug- ar friðarhreyfingar eru slofnaðar um öll lönd, af mönn- um og konuin af öllum stjórnmálaskoðunum, sem hafa hug á að vinna saman, eins og vera ber, og á að virða viðleitni hverrar manneskju, sem beitir áhrifum sínum til sátta og samlyndis, hvort heldur er á miili manna eða þjóða. Fyrir skömmu skipuðu t. d. Alþýðuflokkar fjögurra Norðurlandanna, Danmerkur, íslands, Noregs og Sví- þjóðar, sér undir merki friðarsóknar, þar sem skorað er á alla aðila, sem friði unna, að fylkja sér um 10 grund- vallarskilyrði, sem samtök þessi telja vera fyrir því, að styrjaldaræðið verði stöðvað og friðurinn þjóða í milli tryggður, áður en það er um seinan. Önnur friðarhreyf- ing er og uppi 1 Danmörku undir forustu frú Elínar Appel, hinnar mikilhæfustu konu og hefur hún náð samstarfi við fjölda málsmetandi manna í Danmörku. I Noregi hefur frú Mimi Sverdrup Lunden, þekkt kona í mannúðarmálum, forustuna, og í Svíþjóð er reklor Hermeline Grönbcck í forustu friðarhreyfingar. Þctta er áreiðanlega spor í rétta átt og vonandi feta allir stjórnmálaflokkar í þessum lönduin í fótsporin, og enda þótt ávörpin kunni að verða ólík, mótuð af hinum mis- munandi skoðunum manna á upptökum styrjalda, er þetta þó fyrsta skrefið til umræðna um samkomulag til allsherjarfriðarhreyfingar á Norðurlöndum. Ég vil svo enda þessar liugleiðingar mínar með nokkr- um orðum, sem eru höfð eftir fulltrúa í A.L.K. og sem gætu orðið leiðarstjarna í friðarsókn heimsins. Þau hljóða svona: „Við, sem höfum átt því láni að fagna að sitja stjórn- ar- og framkvæmdafundi A.L.K., teljum það til við- burða að fá að hitta konur frá flestum löndum heims. Við höfum kynnzt því, að konur eiga sameiginlegt tak- mark, en það er friður á jörðu. Við ræðum aldrei áhugamál okkar á þann veg, að styrjöld þurfi að gera út um ósamkomulagsatriði. — Við ræðum málin, þar til við höfum komizt að niðurstöðu. Við losum okkur við vanaliugsanir, sem uppeldi okkar hefur skapað okk- ur og við lærum að sérhvert málefni á minnst tvær hliðar — og það er ekki alltaf víst, að rétta hliðin sé min megin. Við höfum lært, að það er ekkert óviður- kvæmilegt að þræða sig áfram til samkomulags um viðkvæm málefni, og við höfum ennfremur lært, að konur gcfast ekki upp, fyrr en þær liafa fundið sam- koinulagsgrundvöll, sem þær gcta sameinazt um. Við höfum lært að skilja hver aðra, og það er ef til vill ekki þýðingarminnst. Ef við náum því takmarki, að heimin- um verði stjórnað með kærleika og skilningi, í stað styrjalda, haturs og illvilja, þá er takmarki A.L.K. vissu- lega náð.“ Heimsfriðarþingið í Varsjá 23. nóv. 1950 Meðal samþykkta þeirra sem gerðar voru á II. heims- friðarþinginu í Varsjá var ávarp til Sameinuðu þjóð- anna. Þar segir meðal annars svo: Vér teljum að hindrun á menningartengslum þjóða sé til að vekja ósætti, valda skorti á gagnkvæmum skiln- ingi og skapa það andrúmsloft tortryggni, sem er frjór jarðvegur stríðsáróðurs. , Vér erum hinsvegar þeirrar skoðunar að cfling menn- ingartengsla með þjóðunum veiti hagstæð skilyrði til gagnkvæms skilnings og auki traust þeirra á hinni al- mennu liaráttu fyrir friði. Fyrir því heitum vér á allar rikisstjórnir að vinna að aiiknum menningartengslum þjóða í milli og gera þeim kleyft að kynnast menningarverðmætum annarra. Vér beinum athygli Sameinuðu þjóðanna að því, um leið og vér hvetjum þær lil að bregðast ekki vonum þjóða jarðarinnar, að vér erum nú jafnframt að stofna heimsfriðarráð. Heimsfriðarráðið verður skipað fulltrúum allra þjóða heims, bæði þeirra sem eru innan Sameinuðu þjóðanna og hinna sem ckki eiga þar sæti, og einnig fulltrúum þjóða sem eru ósjálfstæðar eða nýlendur. Það mun brýna Sameinuöu þjóðirnar til að standa við skyldur sínar og styrkja og efla friðsamlega sam- vinnu milli allra landa. Það mun vinna hið göfuga hlutverk að tryggja ör- uggan og varanlegan frið í samræmi við dýrustu hags- muni allra þjóða. Heimsfriðarráðið a:tlar að sanna það mannkyninu, að vér munum þrátt fyrir alla stundarörðugleika, cr sízt skyldu vanmetnir, leiða til lykta það mikla friðflytjenda starf, sem vér höfum hafið. Til áskrifenda Vcgna hækkttnar á prentunarkostnaði og pappír hækkar árg. Melkorku um 5 kr. 4 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.