Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 7

Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 7
Má ég skríða í þessum buxum mamma? Ejtir Rannveigu Kristjánsdóttur Hallberg Sjaldan kemur það fyrir að ég komi hér í Svíþjóð inn í búð öðruvísi en að ég óski að eitthvað af þessum vörum væri nú komið heim í búðirnar til íslenzku lnismæðranna. Oft áður hef ég talað um sænsku eldhús- áhöldin og ætla ekki að gera það að Jressu sinni. En Jrað eru öll þau kynstur af alls konar bómullarefnum, sem hér fást, sem mig oft hefur langað til að galdra heim til ykkar. Það eru öll Jiessi gulu, rauðu, grænu og bláu bómullarefni meðvaðmálsvend, sem hér eru notuð í síðbuxur og stuttbuxur og „monty- föt“ á krakka, öll Jaessi hreinlegu og ósviknu sænsku smárúðóttu bómullarefni í smá- barnaföt, barnablússui' og svuntur og hin fjölbreyttu Jnykktu bómullarefni í sumar- kjóla og sloppa, eins fást smámúnstruð efni (ull og bómull blandað saman) af enskum og sænskum uppruna og svo hin yndislegu hlýju frönsku bómullarefni í sparikjóla á litlu telpurnar, og því ekki í betri sumar- Fyrsta yfirliöjnin. Pohi úr þéttu einlitu bómull- arefni. kjóla á okkur sjálfar? Það skaðaði auðvitað ekki Jdó að fylgdi með eitthvað af ullarefn- um líka en ég hef nú mestan áhuga á bóm- ullarefnum af Jrví að ég er aðallega að hugsa um barnafötin. Það vildi ég að þið gætuð nú allar skelli- lilegið og sagt: „Mikið dæmalaust barn er hún. Veit hún ekki að við höfum þessa prýð- isstjórn á innflutningsmálunum hér. Hér eru allar búðir fullar af öllu og þá náttúr- lega fyrst og fremst af öllu Jrví nauðsynlega til hversdagsfata, bæði yzt og innst, bæði á börn og fullorðna." En ég held ég verði samt að hætta á að gera mig hlægilega með Jrví að senda ykkur jrennan óskalista minn ykkur til handa. Móðir með þrjú börn, sem ekki geta klætt sig sjálf hjálparlaust, handleikur um sextíu flíkur dagsdaglega, klæðir börnin úr og í, færir þau kannski að minnsta kosti tvisvar úr og í utanyfirföt. Það líða sjaldan margir dagar og aldrei vika svo ekki þurfi eitthvað að Jivo og oft J:>arf á nál og spotta að halda til að lagfæra eitthvað. Það er því ekki lítill hluti af dagsverki móður með smábörn, sem fer í alls konar amstur 02; umstang við fötin þeirra. Hirðing á barnafötum getur verið mjög misjafnlega tímafrek, eftir Jrví úr hvaða efni fötin eru og hvernig Jxui eru sniðin. Það er t. d. ólíkt minni hirðing á fötum hvítvoð- ungsins, ef hann er klæddur í treyju og ermalausan samfesting með áföstum sokk- um, allt úr bómullarefni, en ef hann er klæddur í vöggukjól eða ullarprjónaföt og leista. Bómullarefnið hleypur ekki og það þarf ekki að straua fötin. Það er allt annað MELKORKA 5

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.