Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 12

Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 12
Lysistrata og í leikritinu Lysistrata heitir höfuðper- sónan Lysistrata og gæti það, ásamt. efni leiksins, bent til þess að höfundurinn hefði ekki ætlazt til að leikurinn væri gaman eitt. Hver er Lysistrata? Hún er kona, sem gerir uppreisn og — sigrar. Hin hugprúða Lysistrata kallar saman til fundar kynsystur sínar, konurnar í Aþenu og konurnar í Spörtu, þessum borgum, sem voru höfuð- óvinir í styrjöldinni. Hún talar við þær um hið hræðilega stríð og minnir þær á ógnir þess, senrþær þekkja allar svo vel. Og Lysi- strata lætur konurnar sverja að enginn maki eða ástmögur fái að snerta þær, fyrr en karlmennirnir hafi samið frið. Síðan fer hún ásamt konunum upp í Akrópólis og þar loka þær sig inni, ákveðn- ar í að vera þar þangað til karlmennirnir í Aþenu og Spörtu hafi samið með sér frið. Leikurinn gengur nú sinn gang. Karl- mennirnir í Aþenu koma hver eftir annan til þess að reyna að fá konur sínar til að korna heim. Þeir reyna að ginna þær með fögrum orðum, þeir ógna þeim og skopast að þeim. Lysistrata verður að beita öllu sem hún á til, svo að konurnar gangi ekki á eiða sína. Svo gengur hún fram og talar til karl- mannanna: Hvað hafið þið ekki leitt, yfir okkur? Borgin er þegar lögð i rústir. Við konur sitjum heima — en karlmenn- irnir fara A mannfundi. Þegar þeir koma heim og við spyrjum, hvað þeir hafi dkveðið i dag, svara þeir: Það varðar þig ekki um, kona, haltu þér við rokkinn þinn. Og við erum þœgar og góðar og setjumst við rokk- inn. En nú erum við nógu lengi búnar að horfa upp á, hvernig þið, hinir vitru karl- menn, hafið leitt borgina okkar á barm glötunarinnar. Hér erum við, konurnar, sem höfum fcett og fóstrað mennina, sem þið myrðið. Og við skulum koma á friði. Og Lysistrata segir ennfremur: Þegar við spinnum, hleypur stundum snurða á þráðinn og hann lierðisl í hnút. Við togum ekki í hann i reiði, þvi að þá rnyndi hnúturinn harðna. Nei, með liprum höndum losum við um hnútinn, þar til við finnum hvernig þrœðirnir liggja. Svo leys- um. við hnútinn. Þannig viljum við að þið leysið úr vanda þeim, sem veldur styrjöldinni. Korinta og Þeba, Aþena og Sþarta eru all- ar greinar á einum stofni. Við skulum senda boðbera um allt Hellas með vinsarnleg boð. Þannig skulurn við sameina Hellas i eina heild. 10 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.