Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 13

Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 13
Hvenœr höjum við konur þann sið að fleygja ullinni i ýmsar áttir, þó að lagðarnir séu ekki allir einsl Aldrei, við leggjum þá alla saman í lárinn, kembum þá og sþinn- um og vefum úr þeim voð, sem verða mætti efni í hátíðaklæði handa fólkinu i Hellas. Þið sþyrjið, hvers vegna við séum að skiþta okkur af striðinu? Það skal ég segja ykkur, heimskir menn. A okkur konunum hvilir stríðið með tvö- földum þunga. í fyrsta lagi: þið takið börnin, sem við höfum borið og fætt og leiðið þau til slátr- unar i slríðinu ykkar rétt eins og þau væru skynlausar skeþnur. I öðru lagi: meðan við konurnar erum ungar ættum við að fá að njóta mannsins, sem við unnum. En þið takið hann og sendið liann í strið- ið ykkar. En stúlkurnar bíða og blikna einmana Iieima. Það er að þakka striði ykkar karlmann- anna. Farið nú til karlmannanna i bænum og segið þeim frá mér: Við honur verðum hérl Og við munum ekki koma aftur til heimila okkar, fyrr en eiginmenn okkar koma sjálfir að sækja okk- ur. Og ef þeir koma ekki með friðinn, niun þessum hliðum ekki verða uþp lokið. K. P. pýddi. GABRIELA MISTRAL Eftir Mdlfríði Einarsdóttur Gabriela Mistral fæddist í bæ, sem heitir Vicuna, og er í dalnum Elqui í norðurhluta Chile, 7. apríl 1889. Hið rétta nafn hennar er Lucila Godoy Alcayaga. Faðir hennar var Jerónimó Godoy Villa- nueva, sonur ísabellu Villanueva, en hún var mjög óvenjuleg kona og ekki við alþýðu- skap, bjó út af fyrir sig, yrti ekki á nokkurn mann og svaraði engum. Á stjörnubjörtum nóttum að sumri til rauf hún hina árlöngu þögn og birtist þá í líki innblásinnar völvu og sagði fyrir óorðna hluti, sem hún þóttist lesa í stjörnunum. Enn fer orð af spásögn- um hennar í dalnum Elqui og hvert manns- barn kannast við nafn hennar. Faðir Gabri- elu Mistral var vel viti borinn. Hann var talandi skáld og mælti af munni fram við ýmis hátíðleg tækifæri kvæði sín um leið og hann orti þau. Menntun sína hafði hann fengið í kennaraskóla í La Serena. Hann var vel að sér í latínu. Á dauðastundinni söng hann Lofsöngva heilagrar meyjar á írönsku. Móðir Gabrielu Mistral var óvenjulega fríð, ómannblendin, vinsæl og miklum mannkostum búin. Hún hét Petroníla Al- cayaga og dó árið 1929, og er hennar minnzt sem mikilhæfrar og gáfaðrar gæðakonu. Nokkrum árum fyrir dauða sinn var hún beðin að segja eitthvað frá barnæsku þeirr- ar konu, er síðar var kölluð „kjördóttir Ameríku". Hún svaraði og brosti við: ,,Oft hljóp Lucila úr fangi mínu út í garðinn og þar fann ég hana þegjandi og íhugandi fyr- ir framan blómstrandi möndlutré. Oft kom ég að henni, er hún var að tala alúðlega við fuglana og blómin." Skáldkonan ólst upp í sveit, og hún var tæplega af barnsaldri, er hún tók við starfi föður síns, barnakennslunni, án þess að hafa fengið þann undirbúning, sem til þess er talinn þurfa. Seinna segir hún svo í við- tali við dagblaðið L'Amerique Latine í París: ,,Ég ólst upp í sveit þangað til ég var 12 ára. Sveitalífið er mér ennþá eiginlegt og MELKORKA 11

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.