Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 17

Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 17
Kunnur ritstjóri, Federico de Onís, segir svo um Gabrielu Mistral: „Henni er allt, sjálfrátt sem ósjálfrátt vel gefið og ltverju einu, sem hún snertir við, breytir hún í merkilega hluti.“ Það er sem henni fylgi hljóðleiki og ró aldanna, rödd hennar er tregafull og fjar- ræn, undarlega blandin hörkn og sætleik. Beiskjusvipur varanna breytist skyndilega í fegursta bros. Hún hefur ríkar tilfinningar og er stórbrotinn persónuleiki. Og er hún hafði breytt í Ijóð örvinglun sinni — helgaði hún líf sitt barnauppeldi, aðstoð við fátæka og spönsku þjóðina. — Árið 1945 var Ga- brielu Mistral úthlutað bókmenntaverð- launum Nóbels. SUMARDAGAR í SLÓVAKÍU Eftir Sigriði Helggdóttur Það var einhvern tímann löngu áður en ég fór til Slóvakíu, að ég átti tal við Slóvaka einn, sem var dálítið gramur ylir þekkingar- leysi útlendinga á föðurlandi sínu. Hann sagði, að sér virtust allflestir útlendingar, er hann hefði kynnzt, haldnir þeirri mein- loku, að í Slóvakíu gerði fólk lítið sem ekk- ert annað Irá morgni til kvölds en spóka sig í iðgrænum hlíðum Tatrafjalla í litfögrum íburðarmiklum þjóðbúningum syngjandi angurvær þjóðlög, sem það ætti mestu ókjör af, sér til afþreyingar. Þeir, sem væru ofur- lítið fróðari, vissu ennfremur, að í landinu væri mikið af ævagömlum kastalamúrum, sem hrópuðu til vegfarenda um frægð og veldi liðinna alda. Það væri sem sagt ekki amalegt að lifa í landinu því. Sveitasælan alveg óþrjótandi. Ég man ekki eftir því, að nokkur viðstaddra liafi andmælt orðum hans. Við vissum víst l'lest upp á okkur sökina. En svo fór, að þegar ég kom til Bratislava, höfuðborgar Slóvakíu, einn sólbjartan sum- ardag í byrjun júlí, þá hélt ég í fyrstu, að jressar hugmyndir, sent Slóvakinn hafði lát- ið sér svo annt um að hrekja, væru kannski ekki svo fjarri sanni. Þetta var í miðri viku, og ég hafði búizt við að sjá fólk önnum kaf- ið við framkvæmd fyrstu fimm ára áætlun- U7ig stúlka i Slóvakiu ar sinnar. Þess í stað blöstu við mér því sem næst mannlausar götur og torg, harðlokaðar verzlanir, og er ég ætlaði að hafa uppi á MELKORKA 15

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.