Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 18

Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 18
Strœti i Bratislava fólki, sem mér hafði verið vísað á, var það allt stokkið burt úr bænum eitthvað út í guðs græna náttúruna. Og hátt uppi yfir borginni gnæfði grá og þungbúin kastala- rústin og speglaði sig í Dóná, sem fleygist framhjá straumhörð og óárennileg og allt annað en blá. Undir kvöld fór þó að fjölga á götunum og ekki óvíða mátti sjá áður- nelnda Jrjóðbúninga, sem ungar og fallegar, slóvakískar bændastúlkur báru með sama glæsileik og ég átti seinna eftir að dást að í fari bratislavskra hispursmeyja, er þær svifu eftir götunum, klæddar eftir nýjustu tízku frá París og Búdapest. Allt kom sem sagt mæta vel heim við hugmyndir fáfróðs út- lendings um land og þjóð. Skýringin kom samt von bráðar. Maður þarf ekki að toga orðin upp úr Slóvökum. Þeir eru ósparir á orð þegar þess er þörf og stundum líka, þeg- ar þörfin virðist ekki alveg eins aðkallandi. Sér í lagi ef útlendingur á í hlut. Það er oft og einatt nóg að ræskja sig ofurlítið til að öllum viðstöddum sé ljóst, að hér sé útlend- ingur á ferð, senr sjálfsagt sé að láta allar mögulegar upplýsingar í té, og samtalið er óðar hafið. Eftir stutta stund fannst mér ég vera orðin fróðari í sögu slóvakísku Jrjóðar- innar en þótt ég hefði lesið Jrykka bók um sama efni. Slóvakarnir voru sem sé að halda liátíðlegan Slovanský den eða dag Slavanna, en við það tækifæri flykkist fólk livaðanæva að til Devín-kastalans, sem liggur í um það bil 10 km ljarlægð frá Bratislava. Devín- kastalinn er nú rústir einar. Fyrr á öldum var Jretta aðalaðseturstaður fursta þeirra, er ríktu á Stór-Mæri, og samkvæmt lielgisög- unni var það einmitt einn þessara fursta, sem um miðja 9. öld gerði út sendimenn til Konstantinópel með orðsendingu Jress efnis, að sendir yrðu til Mæris klerkar, er gætu boðað landslýð trú á Jreirra eigin máli. Þetta varð til Jress, að Kyrill og Metod, fyrstu kristniboðar Slava, komu til Mæris með biblíuþýðingar sínar, Jrað fyrsta, sem ritað var á slavneska tungu. Dvöl þeirra Jjar í landi varð að vísu skammvinn, sakir duttl- unga í stórpólitík þeirra tíma. Slóvakar komust undir yfirráð rómversk-kajoólsku kirkjunnar og fengu latínuna yfir sig, en Serbar, Búlgarar og síðar Rússar nutu góðs af hinum merku þýðingum. Eftir að Slóvak- ar komust undir yfirráð Ungverja, er héld- ust óslitið um næstum þúsund ára skeið, verður Devín eins konar táknmynd hinnar glæsilegu fortíðar þjóðarinnar, og það var engin tilviljun, að það skyldi vera einmitt hér, sem Ludovit Stúr, maðurinn, sem Sló- vakar mega þakka ritmál sitt, safnaði að sér ungum, slóvakískum föðurlandsvinum og hvatti þá til baráttu fyrir frelsi þjóðar sinn- ar. Það var á öndverðri 19. öld, þegar ekki var annað sýnna en að Ungverjum mundi takast að uppræta þjóðina. Allur þorri landsmanna bjó við sult og seyru í hinum bláfátæku sveitaþorpum landsins, sviptir öllum möguleikum til menntunar, og yfir 16 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.