Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 22

Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 22
Til lians kom þetta dula einræna barn með allar áhyggjur sínar, sorg sína og gleði. Hennar gleði var hans gleði. Hennar sorg hans sársauki. Hann einn vissi alltaf ráð til þess að lægja reiðiöldurnar í skapi hennar. Hann sagði henni sögur frá fjarlægum löndum — miklr> stærri löndum en íslandi — hann sagði henni sögur um skrautklædda höfðingja, sem voru ríkari og voldugri en faðir henn- ar, sjálfur héraðshöfðinginn, Höskuldur Dalakollsson. Þegar hann talaði við barnið og enginn heyrði til, mildaðist rödd hans og svipurinn hýrnaði. Þegar dökku augun hans hvíldu á litlu, fögru, glóhærðu stúlkunni, ljómuðu þau af mildi og blíðu. Barnið skynjaði, að Þjóstólfur var allur annar maður er aðrir voru viðstaddir. Þess vegna sóttist litla stúlkan eftir að vera ein með honum. Hún mátti vart af honum sjá. Það var eitthvert sinn, að faðir hennar reiddist Þjóstólfi, er hann óhlýðnaðist skip- unum hans. Höskuldur bauð honum að hafa sig á brott og aldrei aftur koma. Hallgerður litla heyrði, hvað þeim fór á milli, föður hennar og fóstra. Hún gekk til föður síns og mælti: „Rekir þú Þjóstólf fóstra minn á brott, mun dóttir þín hefna þess grimmilega." „Mikill er metnaður þinn,“ mælti Hösk- uldur, „og eigi nenni ég að deila við þig“. Þjóstólfur varð kyrr. Það leið að þeim tíma, að Hallgerður varð gjafvaxta. Ást sú, er Þjóstólfur hafði áður borið til barnsins snérist upp í þögula, hlédræga til- beiðslu. Höskuldur hafði oft orð á því, að tími væri kominn til að gifta Hallgerði. Hún tók því jafnan fálega og kvað ekkert liggja á. Það leyndi sér ekki, að vökul augu föð- urins fylgdust vandlega með þeim Hall- gerði og Þjóstólfi. Þau töluðust nú sjaldan við í einrúmi. En það var eins og hulið tengsl tengdi þau saman, fastar fyrir þessa ströngu gæzlu Höskuldar. Þetta vissu þau bæði. Þau lásu það úr svip hvor annai's, þegar augu þeirra mættust. Höskuldur kom að máli við dóttur sína og sagði, að hann hefði fastnað hana Þor- valdi Ósvífurssyni. Hallgerður mælti: „Nú er ég að raun komin um það, er mig hefur lengi grunað, að þú myndir eigi unna mér svo mikið, sem þú sagðir jafnan, er þér þótti eigi þess vert, að við mig væri talað um þetta mál.“ Höskuldur svarar: „Ekki legg ég svo mik- ið við ofmetnað þinn, að það standi fyrir kaupunr mínum, og skal ég’ ráða, en eigi þú, ef okkur skilur á.“ „Mikill er metnaður yðar frænda,“ segir hún, „og er það eigi undarlegt, að ég hafi nokkurn.“ Hallgerður sagði Þjóstólfi, að hún væri manni föstnuð, að sér forspurðri. Þjóstólfur fölnaði. Augu þeirra mættust. Hallgerður brosti. Bros hennar var ískalt. Það rninnti á dauðann. Bros hennar — sársauki hennar — nísti hjarta hans. Þann dag, er Hallgerður Hösk- uldsdóttir var föstnuð manni, var hún orðin ekkja í huga Þjóstólfs. Þann sama dag var honunr fyrst ljóst, hve heitt liann unni henni. Hinn mikli harmleikur lífs hans var haf- inn. Um haustið var haldið brúðkaup þeirra Hallgerðar og Þorvalds. Þjóstólfur flutti með þeim hjónum til bús þeirra að Meðal- fellsströnd undir Felli. Það voru ráð Hallgerðar. Fyrsta kvöldið á hinu nýja heimili sat hún við hlið bónda síns. Hún setti Þjóstólf á aðra hönd sér. Hallgerður sómdi sér vel í húsmóðursæt- inu, fögur og tigin eins og drottning. Bóndi hennar Þorvaldur — feitur og klunnalegur maður — með slappa drætti í sljóu góðlát- legu andlitinu, starði á liana hungruðum augum, eins og soltið dýr, sem hremmt hef- ur væna bráð. 20 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.