Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 24

Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 24
Nadezda Kazantzeva Rússneska söngkonan Nadezda Kazantzeva vai ein í sendínefnd þeirri frá Sovétríkjunum, sem kom til Reykjavíkur í marz síðastliðnum á veg- um menningarfélagsins MÍR. Nadezda Kazant- zeva er víðfræg söngkona og hefur haldið hljóm- leika í fjölda löndum. Hún hélt 4 hljómleika í Reykjavík og einn i Hafnarfirði auk þess sem hún söng í útvarpið, og mun hún verða flestum ógleymanleg fyrir söng sinn og hrífandi fram- komu. Söngkonunni leizt mjög vel á sig á íslandi. Fannst landið svipmikið og fólkið aðlaðandi og vingjarnlegt. Hún hlustaði á söngtfma í barna- skólunum í Reykjavík og lét svo ummælt að þá hefði sér orðið ljóst hve mikii sönghneigð livggi með þjóðinni. „Ég á eina stóra ósk íslenzku [)jóð- inni til handa," sagði Nadezda Kazantzeva í hlaðaviðtali áður en hún fór af landi hurt, „að hún eignist óperu á næstu árum þar sem íslcnzk þjóðleg list hlómgvist og dafni við þroskandi skilyrði." Hér fara á eftir niðurlagserindi úr einu af þeim kvæðum sem listakonunni bárust frá hrifn- um áheyrendum: Herast enn frá barmi þinum bjartir tónar sönguarans. Ómar fyrir eyrutn minum ástarsöngur Itcvirltjans. Er þú burt frá Islands ströndum út i geiminn líður frjáls, berðu þinum björlu löndum bróðurorð vors fagra máls. Sesselja Einarsdóttir Niður elfanna, þytur stormsins, leiftur norðurljósanna og skin stjarnanna flutti fionum lioðin frá henni. í draumum sínum sá hann hana, fagra yndislega og lieillandi, og hár hennar huldi hana eins og gullin slæða. Hann heyrði hana stöðugt kalla á sig. Og boðin frá Hallgerði komu. Hann hlaut að hlýða kalli liennar, fara á fund hennar. Hann var háður henni. En hann mátti ekki njóta hennar. Hún gat ekki orðið frilla lians, yrði liún það, hafði hann svikið hana, Iivikað lrá því eina takmarki, er hann hafði sett sér í lífinu, trúnaðinum við liana. Hún var honum annað og meira en venjuleg kona er manni. Hún var barnið, sem hann liafði elskað, konan sem hann þráði, átrúnaður hans. Hún var hans Guð. Hann trúði ekki á goðin, hann trúði ekki á livíta Krist. Hún var honum það sem hvíti Kristur var hinum einkennilegu, kristnu einsetumönnum, liið eina takmark lífsins. Hann fór til Höskuldsstaða. Þar fagnaði enginn komu hans, nema hún. Hún fagn- aði honum, eins og hefði hún heimt hann úr helju. Hann vissi, livert stríð það hlaut að liafa kostað hana, að fá föður sinn til að 22 M E I.KORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.