Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 26

Melkorka - 01.04.1951, Blaðsíða 26
Hún sjálf. Hann var aftur tengdur lífinu. Hatrið itafði þokazt burt úr huga hans. Þunglyndisköstin gerðu að vísu vart við sig og þá gerði Hallgerður sér jafnan far um að umgangast hann með mildi og nær- gætni. Hann kenndi ekki sömu brennandi ástríðu til hennar og áður. Ástin til konunn- ar Hallgerðar varð að tilbeiðslu hins trúaða manns. Hún var hans Guð. Undur hafði skeð. í návist hennar og fyr- ir umhyggju hennar, hafði hinn rótlausi meiður fest rætur á ný. Glúmur lét sér fátt um finnast þá um- hyggju, er Hallgerður bar fyrir honum. Honum fannst Þjóstólfi ofaukið á heim- ilinu. Þjóstólfur heyrði á tal þeirra hjóna. Þau töluðu um hann. Hann heyrði óglöggt, livað þeim fór á rnilli. Hallgerður tók svari hans. Glúmur reiddist og laust hana kinnhest. „Eigi deili ég lengur við þig,“ mælti hann og gekk á brott. Kinn hennar var rauð og þrútin. Þjóstólfur varð gripinn æði. Hann brá öxi sinni. Blóð Glúms draup af öxi hans. Orlög hans sjálfs voru ákveðin. „Far J)ú til Hrúts föðurbróður míns,“ bauð hún. Og Hallgerður grét sáran. í nótt var hann á leiðinni vestur í Dali, einstæðingurinn Þjóstólfur, hinn umkomu- lausasti allra umkomulausra. Á örlaga- stundu hafði hann brugðizt hinni miklu köllun lífs síns, að reynast Hallgerði trúr. Hann hafði atað hendur sínar í blóði mannsins, sem hún unni. Þegar roðar af degi, mun blóð hans — tár Hallgerðar — drjúpa af sverði Hrúts. Menn kunna frá tíðindum að segja: „Þrælmennið Þjóstólfur er dauður.“ NorræncT konur heimsækja ísland í sumar Um 150 norrænar konur víðsvegar frá Norðurlöndum koma í kynnisför til íslands í sumar, seinni partinn í júlimánuði, stanza í Reykjavík í 3—4 daga, fara sxðan til Akureyrar og Mývatns. Ivonurnar koma á vegum „Samvinnu norrrænna kvcnna" og norræna fclagsins. Hefur verið skipuð mót- tökunefnd í Reykjavík með fulltrúum frá Ilandalagi kvenna í Reykjavík, Kvenréttindafélagi íslands og nor- ræna félaginu, sem á að sjá um móttökurnar hér í höfuðstaðnum, skipuleggja ferðalög og greiða götu þess- ara góðu gesta á sem beztan hátt. Lagt verður á stað sjóleiðis frá Bergen með skipi, sent konurnar hafa leigt í þetta ferðalag, stanzað í Færeyjum og færeysku konurnar teknar þar. ísienzkar konur munu áreiðanlega gera sitt til að för þessi verði frændum okkar minnistæð og landi og þjóð til sóma. Nýr heimur I byrjun marzmánaðar var sýning í Reykjavík á veg- um félagsins MÍR (Menningartengsl íslands og Ráð- stjórnarríkjanna). Þarna voru sýndar myndir frá öllum lýðveldum Ráðstjórnarríkjanna, frá lífi, starfi og menn- ingu fólksins. I'að vakti sérstaka atbygli að alls staðar voru konurnar drjúgur hluti þátttakenda, hvort heldur við menntastofnanirnar, á vinnustöðum, við embættis- rekstur eða í listum og vísindum. Franskur borSrenningur (sjó næstu síðu) ÞaÖ var eirni sintii litil stúlka og piltur frd Bretagne, setn elskuöu hvort annaÖ eins og tveir fuglar, sem hitt- ast, byggja hreiÖur og eignast unga, seni vaxa upp sam- an eins og greinar á sama stofni. — Mynztur petta er gert eftir pessu revintýri. Dregillinn, sem viö köllum „Fiancailles Bretannes", er úr slrigaefni eða java. í sinn hvorn enda dregilsins eru saumuÖ tvö mynztur, sem snúa hvort d máti ööru eins og spegilmytid. Elskéridurnir, fuglarnir og ungarn- ir cr saumað meÖ pettuin kontorsting eða mislöngum sporum, nokkurs konar „kunstbroderi", hjartað og körf- iirnar meÖ aftursting, eggin og blöðin ineð flatsaum og blómin meÖ lykkjuspori. — Bezt er að nota allgróft perlugarn (D.M.C.) i sterkum litum og getur liver fariö eftir sinum smekk. En til leiðbeiningar iná geta pess, að fallegt er aö hafa blöð og stilk grœn, körfurnar gular, eggin Imit, blótniö hvitt meÖ rauöum hnapp, ungana bleika, fuglana sterkbláa, hjartaö rautt og clskendurna i vinrauðum lit. — Mynztur petta er einnig fallegt i vegg- teppi. 24 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.