Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 3

Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 3
MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjórn: Nanna Ólafsdóttir, Skeggjagötu 1, Reykjavik, simi 3156 ■ Svafa Þórleifsdóttir, Hjallaveg 14, Reykjavik, simi 6685 Þóra Vigfúsdóttir, Þingholtsstrœti 27, Reykjavik, simi 5199 Útgefandi: Mál og mcnning Stríðið gegn skynsemmni Eftir Nönnu Ólafsdóttur Við höfum fengið lið í landið. Ekki her- lið, því síður erlent herlið, heldur varnar- lið. Mánuð eftir mánuð er beðið í liroll- kenndri eftirvæntingu eftir þeim teiknum á liimni velgengni og siðgæðis, sem dvöl er- lends lierliðs á stríðsárunum boðaði. Vel- gengnin hefur látið bíða eftir sér, því að margt lærðist á stríðsárunum, sem nú kem- ur að notum, m. a. að halda gróðanum af setuliðsviðskiptum við ákveðna vasa. Við- horfið til siðgæðismálanna hefur dálítið breytt um svip, en „ástandið", eins og það þekktist á stríðsárunum, hefur ekki látið á sér standa. Utvarpið og nær öll dagblöðin minnast aldrei á þetta lið öðru vísi en með nafninu varnarlið, til þess að almenningur trúi því að hér sé liðið til að verja hann og því sé hann í óbættri þakkarskuld við þessa menn fyrir einhverja væntanlega, óútskýrða vörn. (Orðið „varnarlið” í þessu sambandi mun ekki runnið undan rifjum íslenzkra manna, svo gróft skop myndi enginn íslend- ingur í háu embætti leyfa sér). Má vera. að við reynumst jreir Bakkabræður, sem af okk- ur er vænzt. Nokkuð er það, að smátelp- urnar, 12—16 ára, eru réttar „varnarliðinu“, svo sem „bararnir" í Reykjavík bera vott um. Jafnvel kvennasamtökin láta ekki á sér kræla. Líklega er orðið „varnarlið“ svo sak- laust — í eyra saklausrar, íslenzkrar kven- Jrjóðar — að Jress vegna bregði konurnar vana sínum og uggi ekki að sér, þegar vel- ferð barna á í hlut. Hér gerist líka ltið beina framhald byrjunarinnar; í nær öllum dag- blöðunum er þess vandlega gætt, að gera ekki veður út af misfellum í sambandi \ ið herliðið. Það þénar augsýnilega málstaðn- um. Málstaðurinn er vondur, óverjandi með öllu og aðeins eitt fær haldið í horfinu: þögn — og aftur þögn — um l'ram allt þögn um hvað eina, sem gæti minnt á alvöru Jressa máls. Er þó ekkert launungamál — ekki einu sinni í Ameríku sjálfri — að herlið færir með sér vandamál og vandræði fyrir íbúa við herbúðir. Hér er reynt að konra því inn hjá fólki, að vegna þess að hér sé um varnarlið að ræða, sé enginn vandi á höndum. Það er sem sé mergurinn málsins og í samræmi við það öfugmæli að kalla Iierliðið varnarlið, að reynt er með öllu móti að villa unr almenn- ing í öllu, sem viðkemur dvöl erlends her- liðs á íslandi og sætta fólk við yfirtroðslur MELKORKA 29

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.