Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 8

Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 8
Frá Alþjóðaæskulýðsmótinu í Berlín Þrjár ungar stúlkur hafa orðið Þegar ég hugsa um Berlínarmótið, þá er ekki gott að segja hvað hreif mig mest. Þó var það áreiðanlega unga fólkið, sem vakti mest athygli mína. Það er fólk, sem hefur áhuga fyrir starfi sínu og námi. Það er æska, Margrct Tómasdóttir sem veit hvað hún vill og hefur eittlivað að keppa að. Aðaláhugamál liennar er, að frið- ur haldist í heiminum. Unga fólkið fylgist vel með öllum áætlunum og framkvæmd- um, sem varða uppbyggingu landsins. Enda hefur ungt fólk miklar ábyrgðarstöður í þjóðfélaginu. Til dæmis eru margir ungir menn rúmlega tvítugir forstjórar fyrir verk- smiðjum og fyrirtækjum. Unga fólkið bygg- ir mikið upp í sjálfboðavinnu. Til dæmis reisti það sundliöll á 129 dögum fyrir mót- ið, sem er alltaf fjórum sinnum stærri en sundhöllin í Reykjavík. Það sem vakti líka mikla athygli mína var, hvað ungar stúlkur hafa mikinn áhuga fyrir þjóðfélagsmálum og það sem meira er, þekk- ingu á þeim málum. Ég hlustaði eitt sinn á samtal nm stjórnmál milli ungrar þvzkrar stúlku og stúlku frá Chile. Dáðist ég mjög að þekkingu þeirra og eldlegum áhuga á stjórnmálum. Það má'taka fram að þær voru báðar fyrir innan tvítugt. Ef stúlkur hér á landi hefðu almennt jaln mikinn áhuga og þekkingu á þjóðfélagsmálum og þessar tvær stúlkur, bæri meira á þeim í opinberu lífi en raun ber vitni um. Því það er sorg- leg staðreynd, að stúlkur hér á landi liafa yfirleitt engan áhuga á stjórnmálum. Við skidum vona, að betri friður komizt á í heiminum, svo að þetta fólk geti haldið áfram við endurreisnina, sent verður áreið- anlega glæsileg, ef það fær að lifa í friði. Við sem fórum þessa för, óskum innilega eftir að heimsækja það aftur, og sjá hve mikið því hefur áunnizt, enda vorum við eindregið hvött til þess. Margrét Tómasdóttir. I stuttu máli er algjörlega ókleift, að gefa fullnaðarlýsingu á kjörum kvenna í Austur- Þýzkalandi. Breytingarnar frá því, sem áður var, eru svo stórkostlegar og margvíslegar. Það, sem fyrst og fremst er áberandi þar eystra, er að kven- menn eru í öllu jafn rétt- háir karlmönnum, hvort sem er til vinnu, og þá með sömu launum fyrir sömu vinnu, náms eða hlunninda af hálfu hins opinbera. í einu njóta kvenmenn sérréttinda, en 34 MKLKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.