Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 10

Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 10
til Berlínar, og voru meðt okkur allan tím- ann, sem mótið stóð yfir. nn ■; - Frá Warnemunde fórum við rakleitt til Berlínar og komum þangað um kl. 9 árdeg- is sunnudaginn 5. ágúst, sama dag og mótið var sett. Á járnbrautarstöðinni fór fram móttökuathöfn. Voru ræður haldnar og við boðin velkomin og þátttöku okkar í alheims- friðarmótinu fagnað innilega, en Ólafur Jensson hafði orð fyrir okkur íslendingun- um. Á járnbrautarstöðinni biðu okkar sér- stakir vagnar, sem fluttu okkur þangað, sem við bjuggum meðan við dvöldum í Berlín. Þegar þangað kom, urðum við að hafa hrað- ann á að hafa fataskipti, áður en við mætt- um í sameiginlegri skrúðgöngu allra þátt- tökuríkjanna. Fimm af okkur íslenzku stúlkunum vorum í þjóðbúningum og vöktu þeir mikla athygli. Skammt fyrir utan Walter-Ulbricht-leikvanginn, þar sem mót- ið var sett, söfnuðust erlendu sendinefnd- irnar saman, en gengu síðan í skipulagðri röð inn á völlinn, þar sem þýzku gestgjaf- arnir voru áhorfendur og fögnuðu ákaft hinni glæsilegu skrúðgöngu æskufólks alls- staðar að úr heiminum riieð ólíkar lífsskoð- anir, ,en einliuga um kröfuna um frið. Eftir setninguna horfðum við á Þjóðverj- ana sýna fjöldaleikfimi, sem líktist mest dansi. Það var svo stórkostlegt, að ég hef aldrei séð neitt því líkt. Síðan fór fram knattspyrnukeppni milli rússneska liðsins Dynamo og úrvals úr Austur-Þýzkalandi, sem lauk með sigri Dynarno. Setningarat- liöfnin var öll hin virðulegasta og var auð- séð, að mikið starf hefur legið í að skipu- leggja þátttöku hinna mörgu ríkja svo vel og nákvæmlega, senr raun bar vitni um. Meðan við dvöldum í Berlín, sáum við iðulega ýmsar menjar stríðsins, svo sem húsarústir og aðrar eyðileggingar, og fannst mér, að ég skildi þá fyrst hvað styrjöld er í raun og veru. Jafnframt gat ég ekki annað en dáðst að þeim eldmóði, sem einkenndi austur-þýzka æskulýðinn í endurreisnar- starfinu og bjartsýnni trú hans á framgang þess máls, sem þetta mót var lielgað: Al- heimsfrið. Sigurbjörg Guðlaugsdóttir. UNG LISTAKONA Viðtal við Erlu fsleifsdóttur í hópi hinna mörgu íslenzku lista- og menntamanna, sem lagt hafa leið sína til Parísar síðustu árin er Erla ísleifsdóttir, ung listakona. Ffún hefur lagt stund á högg- myndalist og dvalið í Englandi og nú um eins árs skeið í París. „París er ein fegursta borg Evrópu — borg lista — glaðværðar — borg tízkunnar — hún er einnig borg örbirgðar og niður- níðslu, en þangað liggja enn allar leiðir eins og sagt var um Róm.“ Eitthvað á þessa leið kemst ungfrú Erla að orði er við sitjum og röbbum saman og ég spyr frétta að þjóðlegum sið. Það er önnur islenzk stúlka við högg- myndanám i París? Já, Gerður Helgadóttir. Hún hafði sjálf- stæða sýningu á verkum sínum í júlí í sum- ar, var sýningin skemmtileg og bar vott um dugnað þessarar efnilegu listakonu. Að öllu forfallalausu mun liún halda sjálfstæða sýn- ingu hér heima í haust og geta menn þá dæmt um sjálfir og kunna vonandi að meta list hennar. Guðmundur Elíasson stundar 36 MELKORK.A

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.