Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 11

Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 11
Erla ísleifsdóttir einnig nám í þessari listgrein og sýndi mynd á stórri samsýningu listamanna í maí í vor, en þar átti Gerður einnig mynd. Og þú sjálf? Ég sýndi aðeins á sýningu listaskólans, sem ég var á. Ég átti tvær myndir þar: Konu með reiðhjól og stúlkumynd. Dómarnir um sýninguna voru góðir og ríkið keypti 4 myndir og sýnir það áhuga Frakka og um leið stjórnarvaldanna fyrir allri list, að hika ekki við að kaupa verk nemenda frá ólík- ustu löndum. En listamenn alls staðar að úr heiminum koma til Parísar, til að sýna verk sín eða kynna sér nýjungar í listum, og nem- endur í listum flykkjast að til að læra af meisturunum, jafnt þeirn gömlu sem þeim nýju, og nemendur hafa aðgang að fjölda af ágætum listasöfnum, sem er skóli út af fyrir sig. Og það eru þessir listanemendur sem setja sinn svip á ýmsa hluti borgarinnar. Svip glaðværðar og félagsanda. Ég vil lialda því fram að veigamikill þáttur í öllu list- námi er kynningin við nemendur alls stað- ar að úr heiminum. Á skólanum þar sem ég stundaði nám var námsfólk frá Indlandi, Kína, Afríku, Norðurlöndum, Ameríku, yf- irleitt alls staðar frá, því París er í dag eins og hún hefur verið í gegnum aldirnar, lista- bærinn þar sem andi hinnar beztu listar svífur yfir vötnunum. Er ckki dýrt að stunda nám í Frakk- landi? Það er orðið mjög dýrt að lifa þar. Ríkis- styrkurinn íslenzki til námsmanna lirekkur alls ekki til, ef foreldrar eða ættingjar hlaupa ekki undir bagga. Voru ekki fleiri íslenzkar stúlkur við ndm i París? Jú, Högna Sigurðardóttir stundar nám í húsbyggingarlist og Sigríður Magnúsdóttir hefur nýlokið prófi í frönsku og frönskum bókmenntum. Þú sagðir dðan að París vœri einnig borg örbirgðar og niðurniðslu? Já, ég átti við, að inn á milli hinna glæsi- legu og breiðu stræta og fögru bygginga býr fólk í ævagömlum og hrörlegum vistarver- um og þægindalausum. Það er algengt að rekast á heimilisleysingja sem livergi hafa höfði sínu að að lialla en sofa og lialda til á götunni. Ég rakst t. d. á gamlar konur vafð- ar inn í druslur, sofandi á gangstéttunum við fætur fólks. Alls staðar sér maður þessa umkomuleysingja, sem liafa ekkert öryggi. A veturna nota þeir sér hlýjuna í neðanjarð- arbrautinni og halda þar mikið til. Stór- borgarlífið hefur vissulega tvær liliðar, öm- urlega skuggaldið, sem við íslendingar liöf- um hingað til þekkt lítið til. Það er ndttúrlega mikill viðburður að koma i fyrsta sinn til Parisar og dvelja þar? Það er alltaf viðburður að kynnast öðrum þjóðum, siðum þeirra og hátt- um, og þá ekki sízt livað París við kemur — en ég er hrædd um að mörgum og ekki sízt margri húsmóðurinni myndi bregða við þægindin hér að heiman, því Stúlka með reiðhjól MELKORKA 37

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.