Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 13

Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 13
SPORTSOKKAR með kaðlaprjóni, tvöföldu perluprjóni og la Ágœtir utan yfir silkisokka að vetrinum Prjónað er á 4 fína bandprjóna úr þríþættu, útlendu ullargarni. Fitjaðar eru upp 92 1. Laufafaldur: Prjónið slétt prjón, jafnbreitt og faklur- inn á að vera. Prjónið síðan eina röð með gataprjóni. Prjónið aftur slétt prjón jafnbreitt og áður. Leggið fald- inn saman þannig, að fit nemi við síðuslu umf. og göt- in í faldbrún. Prjónið lykkjurnar í fitinni með lykkjun- um í næstu umf. Skiljið eftir 2—3 1. til þess að draga teyjuna í faldinn. Mynztrið: I. prjónn, 2 br., 6 sl. og 2 br., sem mynda kaðlaprjónið, 1 sl. 1 br. út prjóninn. Kaðlarnir eru 4 og liezt er að byrja á þeim í byrjun hvers prjóns. Eru þá 2., 3. og 4. pr. eins og 1. pr. 2. umf. er eins og 1. umf. 3. umf. er br. yfir sl. og sl. vfir br., nema 10 fyrstu 1. á hverjum prjóni, sem mynda kaðlaprjónið. Kaðlaprjónið: Prjónið þar lil hæfilegt þykir að snúa. Setjið 3 1. á aukaprjón, setjið hann aftur fyrir og prjón- ið næstu 3 1. sl. Prjónið síðan I. á aukapr. Þannig er snúið með jöfnu millihili og prjónaðir 16 cm„ þá byrjar .úrtaka. Einn kaðall cr að aftan, einn að framan og síð- an einn á hvorri lilið og það er tekið úr heggja megin við hliðarkaðlana. Það er auðvitað tekið.úr perluprjón- inu því hinar 2 br. 1. til hliðar við kaðlana eru látnar halda sér eins upp úr. Tekið er úr 4 sinnum, í allt 16 1. niður að hæl. Kaðallinn að franran og tvöfalda perlu- prjónið heggja megin við hann, er látið halda sér fram að táúrtöku, cn að öðru leyti cr leistinn sléttprjónaður. Hœllinn, franskur hœll: Prjónið af 1. pr. yfir á 4. pr. Nú eru 3 pr. í umf., 1 hælpr. og 2 ristarpr. Á hælpr. eru jafnmargar I. og á báðum ristarpr., byrjun umf. á miðjum hæl. Prjónið hælpr. fram og aftur, sl. á réttu, hr. á röngu. Takið fyrstu 1. alltaf óprj., brugðna á röngu sl. á réttu. Prjónið 2—3 fyrstu 1. mjög fast, til þess að fá fasta jaðra. l’rjónið, unz 1. á |>eim jaðri, senr endað er á, eru jafnmargar helmingi lykkjufjölda í hæl- prjóni. Setjið merki með mislitu garni í miðjan hæl. Endið á sléttum pr. Hœlúrtaka: Byrjið úrtökuna á brugðnum prjóni. Prjónið 2 1. fram yfir miðjan hæl, bregðið 2 1. saman. l’rjónið 1 1. á eftir. Snúið við. Takið fyrstu 1. upp óprj. sl., prjónið 2 1. fram fyrir miðjan hæl. Takið 1 1. óprj., prjónið 1 1., steypið óprj. 1. yfir. Prjónið 1 1. á eftir. Snúið við. Takið fyrstu 1. óprj. br. Prjónið, þar til 1 1. er eftir við vikið, bregðið saman lykkjurnar sitt hvor- um megin við vikið. Prjónið 1 1. á eftir. Snúið við. 1 1. óprj. sl. l’rjónið, unz 1 1. er cftir við vikið, takið hana ufafaldi Sportsokkar ineð Itaðlaprjóni upp óprj., prjónið I 1. á eftir, steypið yfir. Prjónið 1 1. á eftir. Takið þannig úr, unz komið er út á enda prjóns. Urtaka endar á sléttuin prjóni. Lykkjuupptaka á hœlnum: Byrjið á þeim jaðri, sem úrtakan endaði á, niðri við ristarprjóninn. Snúið röng- unni að ykkur. Takið upp lykkjuhelminginn, senr nær ykkur er. Takið hér upp 14 1. Prjónið þessar 14 1. (í aft- ari lykkjuhelming) yfir á hælprjón. Prjónið ristarprjón- ana. Takið upp lykkjurar á hinum jaðrinum. Þar er 1 1. færra. Takið því upp 1 1. í vikinu. Prjónið þessar 14 I. ásamt helmingi liællykknanna á 1. prjóni. Úrtaka aukalykkna: Takið úr í næstu umf. Prjónið 2 1. saman á enda 1. prjóns. Takið einnig úr á hyrjun 4. prjóns mcð því að taka 1 óprj., prjóna 1„ steypa yfir. Takið þannig úr í annarri hverri umf., unz upphafleg- ur lykkjufjöldi (hér 14 1.) er á hælprjónunum. (l’rjónið ca. 10 cm.) Takið úr á tá. Lengd leggs og lcista verður hver að hafa eftir eigin fæti. Börkurinn af appelsínum og sítrónunr hefur meira af fjörefnum en safinn, svo að sjálfsagt er að nota hann sem nrest. Það er t. d. ágætt að leggja þunnt flisaðan sítrónu- hörk niður í sultuglös og strá sykri á nrilli og nota hann seinna í súpur og kökur. Sundurskorna sítrónu geynr- unr við bezt nreð því að hvolfa henni á undirskál nreð sykri á, en heilar sítrónur er hægt að geyma 3—4 vikur í krukku nreð köldu vatni, en skipta oft unr vatn. í þeirri von að appelsínur haldi áfranr að flytjast til landsins er hér uppskrift af ágætunr appelsínusafa: Börkur af 8 appelsínum, 2 1. sjóðandi vatn, l\/2 kg. syk- ur, 50 gr. sítrónsýra. Vatninu er hellt yfir börkinn og látið standa í 2 daga. Börkurinn siaður frá og sykur og vínsýran látin sanran við. Látið standa í heilan dag og hrært í við og við. Sett á flöskur og lakkað yfir. MELKORKA 39

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.