Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 14

Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 14
Húsgögn í 3000 ár Eftir Svein Kjarval húsgagnaarkiteht MeÖ þessu hefti Melkorku hefst greinaflokkur eftir Svein Kjarval husgagna- arkitekt uni sögu husgagna og notagilcli þeirra gegnum aldirnar. Grcinaflokk- ur þessi var fyrst fluttur sem erindi á vegum Ma'ðrafélags Reykjavikur og vakli mikla athygli. — Með þessurn greinaflokki fá lesendur blaðsins yfirlit yfir merkilegan menningarþátt i sögu þjóðanna frá upþhafi og fram til vorra daga. Fyrst ætla cg að bregða npp myntl úr sögtt húsgagn- anna, til þess að hægt sé að gera sér svolitla grein fyrir þeirri þróun, sem hefur átt sér stað á þessu sviði. Fyrstu húsgögnin, sem menn með fullri vissu vita utn, eru upprunnin í Egyptalandi um 2500 árum fyrir Kristsburð. Sum egypzk húsgögn, sem til eru á söfnum víðs vegar um heim, voru smíðuð á tímabilinu 2000—1000 árum fyrir Kristsburð, og þó að undarlegt megi virðast, er grunnmynd þessara húsgagna ekkert frábrugðin nú- tímahúsgögnum. T. d. stóllinn á mynd 1, sem maður gæti hugsað sér að væri búinn að vera í notkun í 20—30 ár, og upphaflega vcrið smíðaður af laghentum gerfi- smið. En það er síður en svo, að svo sé; stóllinn er smíð- aður um 1800 árum f. Kr. Hann er sem sé 3750 ára gam- all, og er á British Museum í London. Ég held að ég ntyndi frekar kjósa hann en margan þann stól, sem hægt er að kaupa í verzlunum hér fyrir 200—300 krón- ur, og ég myndi treysta styrkleika gamla stólsins betur. — stóllinn á mynd 2, sem hver úrvals iðnaðarmaður í dag ga'li verið stoltur af. Meira að segja eru bak- og sætisrannnar spónlagðir með hnotuspón. Lapp- irnar eru útskorn- ar í massíva hnotu og „reliefskreyt- ingin" gyllt með hreinu gulli. Vér sjáum að nútíma iðnaðarmaður hefur fátt fram yfir fornaldariðn- I. mynd. aðarmanninn, 2. mynd. annað en það, að hann tilheyrir mjög gamalli stétt. Ég tek hér til samanburðar á smíðaaðferð og mótun tvær myndir (mynd 3). Takið eftir hvað allar línur eru mjúkar og öll samskeyti vel mótuð. bað má greinilega sjá, að stóllinn er unninn af manni með mjög næmt auga fyrir formi og styrkleika viðarins. A þessum stól. sem er 3ja ára, sést enginn munur á mótun og meðferð viðarins. I’annig getur maður rakið hvert stíltímabilið af öðru upp gegnum aldirnar, land úr landi, allt eftir valda- og menningaraðstöðu þjóðanna. ítalir og síðar Frakkar og Englendingar hafa sérstöðu um nýsköpun á þessu sviði. Nú ætla ég i stuttu máli að gera grein fyrir þeirn ýmsu stíltímabilum í Evrópu, sem hvert um sig eru ný- sköpun frá fyrra tímabili. Þar kemur Grikkland fyrst til sögunnar. Hafa fundizt fornleifar frá blómaöld Grikkja, er stóð í um 1000 ár. Á mynd 4 er legsteinn af grafreit fyrir utan Aþenu, gerður um 410 f. Kr. Stóll- inn er af sérstakri gerð, sem var einkennandi fyrir Forn-Grikki. Það, sem fagmaðurinn mun fyrst veita at- hygli, eru hinar mjög sveigðu lappir. Hann mun efast um styrkleika þeirra. En þar kemur aftur glöggt dæmi þcss, Iivað smíðaaðferðir hafa lítið breytzt fram á vora daga. Hjá forngríska skáldinu Theophrastos stendur: ..alla jafna eru seigar viðartegundir létt beygjanlegar og eru þess vegna venjulegast notaðar til smíða á leikstólum." Það sýnir að gufubeyging var ekki óþekkt fyrirbrigði, og að notuð var nákvæmlega sama aðferð og nú á dög- 40 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.