Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 17

Melkorka - 01.10.1951, Blaðsíða 17
óhóf, sem var ein a£ meginorsökum frönsku byltingar- innar 1789. Um 1745 hefst sú hreyfing, sem smám saman ýtir ro- kokostílnum í skuggann. Margir andans rnenn réðust á rokokostílinn, og þegar rómversku fornleifarnar í l’om- pej fundust, var rómverska tímabilið endurvakið og eignaðist marga aðdáendur á Frakklandi. Um sama leyti fara valdastéttirnar að gera sér tipp vináttu við almúgann, vcgna þess að konungsvaldið stóð völtum fótum. Þetta setti sinn sterka svip á innan- ltússskreytingu og húsgögn. Þá kont fram sá stíll, sem nefndist Louis-Seize, eftir Lúðvík 16. í rauninni var ekki rétt að kalla þennan stíl svo, vegna þess að Lúðvík 16. tók fyrst við völdum 1774, en Louis-Seize stíllinn fór þegar að gera vart við sig um 1750. Louis-Seize stíllinn cr mjög keimlíkur rokokostflnum, en í þeim fyrrnefnda var aðallega notast við beinar línur og ávallt form. Það var vísvitandi tilraun til að Itlekkja almúgann. En það tókst ekki, eins og við vitum. Og mcð frönsku bylting- unni 1789 var rokoko og Louis-Seize stíllinn líka búinn að vera. í hinu nýstofnaða franska lýðveldi fóru valdamenn- irnir að kynna sér fornrómverska jrjóðskipulagið, og þeir hrifust mjög af því. Með aukinni þekkingu á þessu sviði fóru þeir líka að sníða allan listiðnað eftir róm- verskum munum. Þetta tímabil náði hámarki sínti á stiórnartíma Napóleons Bonaparte (1804—1815). Hann tók rómversku heimveldisstefnuna til fyrirmyndar óg fannst hann vera arftaki rómversku keisaranna. Sá stíll, sem myndaðist á þessum tíma hefur verið nefndur Empire. Empire stíllinn var þunglamalegur og íburðar- mikill. Eins og alltaf er tim eftirlíkingar — og í þessu tilfelli eftirlíkingar af eftirlíkingum — gleymdist kjarni málsins og hinn raunverulegi tilgangur, sem verður að hafa fyrst í huga. Notagildi liúsgagnanna var metið minna en hið „representativa" hlutverk. Aðalatriðið var að skapa íburðarmikinn ramma utan um Napóleon og fylgifiska hans. Egypzkra áhrifa gætir líka í Empirestílnum, vegna þess að í herleiðangri Napóleons til Egyptalands beind- ist athygli fylgdarliðs hans að egypzkum fornminjum. Þær voru notaðar sem fyrirmynd í skreytingu og róm- versk mótív sem ívaf. Mahogny var sá viður, sem aðal- lega var notaður í Empire-húsgögnin. Skreytingin var gyllt bronce eða innlagður spónn. Meðal þeirra manna, sem réðu þróuninni frá Louis- 10. mynd. MELKORKA 43

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.